Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:00 Bjarki (tv.) og Pétur (th.) kynntust þegar þeir störfuðu fyrir íslensk fyrirtæki í Hong Kong. Þeir ákváðu árið 2010 að stofna fyrirtæki saman. „Stofnun Onanoff átti sér stað yfir kaffibolla á Starbucks í Happy Valley í Hong Kong 2010. Upphaflega var hugmyndin að byggja upp vörumerki fyrir eigin þróun og hönnun á aukahlutum fyrir síma og snjalltæki,“ segir Bjarki Viðar Garðarsson, annar stofnanda Onanoff, fyrirtækis sem framleiðir heyrnartól sem eru sérstaklega gerð til að valda ekki heyrnarskaða með hámarksstillingu. Meðstofnandi og, að Bjarka sögn, frumkrafturinn í rekstrinum er Pétur Hannes Ólafsson. Á þeim tíma sem fyrirtækið var stofnað voru Bjarki og Pétur báðir búsettir í Hong Kong. „Við vorum báðir með ábyrgð á uppbyggingu í Asíu fyrir stór íslensk fyrirtæki þegar við kynntumst. Vorum með svipaðan metnað fyrir því að nýta okkur orkuna og þær einstöku aðstæður sem hafa verið í þessum heimshluta síðustu áratugina. Við þekktumst ekki áður en við fluttumst báðir til Hong Kong en mynduðum snemma sterka vináttu þar,“ segir Bjarki sem nú býr á Akureyri á meðan Pétur er enn í Hong Kong. Á þessu ári stefnir velta Onanoff í 1,3 milljarða og segir Bjarki ekki ólíklegt að hún fari yfir tvo milljarða á næsta ári. En ævintýrið síðasta áratug hefur verið mikið og margbreytilegt enda héldu þeir félagar um tíma að þeir myndu slá í gegn með framleiðslu á símahulstrum og þráðlausum hátölurum frekar en heyrnartólum fyrir börn. Onanoff er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun. Hjá fyrirtækinu starfa nú um tuttugu manns, þar af flestir í Hong Kong. Hlutafjárútboð verður haldið á næstu vikum og framundan eru jafnvel hugmyndir um að auka við starfsemina á Íslandi. Með ferðaþreytt börn á flugvelli „Það er alltaf extra gefandi að vinna með börnum og barnafólki sem kunna að meta þegar vörur eru hannaðar sérstaklega með þeirra þarfir í huga,“ segir Bjarki en ein helsta vara Onanoff eru BuddyPhones heyrnartól sem ætluð eru börnum. Hugmyndin að framleiðsu barnaheyrnartóla varð þó til nokkru eftir stofnun fyrirtækisins, segir Bjarki: Upphafið að þeim kafla var að Kristrún Lind, eiginkona mín hringdi í Pétur þar sem hún var stödd á Charles de Gaulle flugvellinum með tvö ferðaþreytt börn og spurði hann af hverju almennileg heyrnartól fyrir börn væru með öllu ófáanleg. Við skoðuðum málið og sáum fljótt gat í markaðnum,“ Þegar þeir félagar fóru að rýna í tækifærið sáu þeir að enginn framleiðandi virtist hugsa sérstaklega um aldurshópinn 2-13 ára. „Vöruþróun þeirra virtist takmörkuð við að mála fullorðinsheyrnartól í barnalegum litum og lækka verðið,“ segir Bjarki um þau heyrnartól sem þá voru á markaði og ætluð börnum Þá komust þeir félagar að því að mörg heyrnartól fyrir börn voru seld sem leikföng þar sem stór hluti framleiðslukostnaðar fór í leyfisgjöld til vinsælla vörumerkja eins og til dæmis Disney, á meðan gæði og eiginleikar vörunnar voru látin mæta afgangi. „Við ákváðum að þróa frá grunni heyrnartól fyrir börn, sem taka mið af notkunarmynstri og meðhöndlun barna, með fídusa sem börn þurfa og kunna að meta. Við lögðum frá upphafi áherslu á að gera örugg, sterk heyrnartól úr ofnæmisfríum efnum. En ekki síst tókum við leiðandi afstöðu gegn heyrnarskaða sem þá þegar var að verða að einu algengasta lýðheilsuvandamáli meðal ungs fólks,“ segir Bjarki og bendir á að heyrnaskaði sé oft vanmetinn af bæði foreldrum og framleiðendum heyrnatóla. Bjarki bjó erlendis í 21 ár en býr nú á Akureyri. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Promens í Asíu en þegar fyrirtækið var selt byrjaði hann að vinna alfarið fyrir Onanoff. Hugmyndavinna og tilraunir í 4 ár En það var sem sagt alls ekki svo að framleiðsla og sala á heyrnartólum væri frá upphafi augljós vegferð. Þvert á móti tók það félagana fjögur ár frá fyrsta kaffibollanum að hitta á rétta vöru. „Pétur er gríðarlega öflugur í vöruþróun og yfirleitt með afar sterka sýn á hvert tækni og notkunasvið eru að þróast, svo það var úr nægum hugmyndum að vinna en úr afar takmörkuðu fjármagni og aðgengi að mörkuðum að spila. Má segja að fyrstu árin hafi farið í það að blanda saman aragrúa af litlum mistökum og litlum sigrum. Þó alltaf með mjög skýra sýn á að við vildum byggja upp okkar eigið vörumerki með metnað fyrir bæði hönnun og notagildi,“ segir Bjarki og bætir við: Við þróuðum snjallar kapallausnir fyrir síma, hágæða leðurhulstur fyrir síma og tölvur og töluvert púður fór í þróun á svakalega fallegum „skinnum" úr viði og leðri fyrir fartölvur. Allt saman afar fallegar og góðar vörur, en erfitt fyrir svo lítið fyrirtæki að ná upp viðunandi magnsölum áður en ný útgáfa af síma eða spjaldtölvu kom út og lager varð ónýtur.“ Ein hugmyndin reyndist félögunum nokkuð dýrkeypt. „Við eyddum síðan gríðarlegu orku og miklu fé í þróun á ákaflega metnaðarfullri útfærslu á Bluetooth hátölurum sem hefðu líklega gert okkur afar ríka ef við hefðum verið aðeins fyrr á ferðinni, örlítið fljótari að þróa og koma vörunni á markað og haft fjárhagslegt bolmagn til að þola aðeins fleiri áföll á leiðinni. Hátalaraverkefnið reyndist okkur þungur baggi að bera næstu árin en við stóðum við allar okkar skuldbindingar og lærðum mikið í ferlinu,“ segir Bjarki. Onanoff hefur byggt sölu smám saman upp í gegnum bæði hefðbundnar dreifileiðir, sölu í gegnum Amazon og með eigin netsölu. Bandaríkin eru stærsti markaðurinn en að sögn Bjarka eru Japan, Kóreu og Mið-Austurlanda einnig mjög spennandi markaðssvæði. Þar segir Bjarki Onanoff nú þegar með sterka markaðshlutdeild. Við spyrjum Bjarka hvaða ráð hann myndi gefa íslenskum aðilum sem mögulega hefðu áhuga á að framleiða vörur í Kína? Kínverjar hafa náð afar langt sem framleiðsluland og geta gert allan andskotann. Þar er með ólíkindum hvernig kunnátta og sérhæfing hefur byggst upp á sumum sviðum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur og það notfæra sér kínverskir framleiðendur eins og aðrir, ef Húsvíkingurinn lætur ekki sjá sig á gólfinu!“ segir Bjarki og bætir við að staðkunnátta, tengsl og tök á að veita strangt aðhald séu grundvallaratriði. „Erum hreinlega asskoti góð“ En hvers vegna datt ykkur yfir höfuð í hug að fara af stað? „Við bjuggum einfaldlega báðir í Hong Kong þegar hugmyndin fæddist, starfa okkar vegna, en það er svo sem engin tilviljun þar sem Hong Kong hefur lengi þjónað sem þungamiðja viðskipta í Asíu og þar hefur verið afar spennandi að búa og starfa,“ segir Bjarki. Bjarki og Pétur hittast oft á sýningum erlendis eða sækja hvorn annan heim. Bjarki segir Covid þó hafa sett smá strik í reikninginn undanfarið en að starfa í mismunandi tímabeltum er ekkert mál fyrir þaulvana menn. Þegar félagarnir ákváðu að slá til með stofnun fyrirtækis var Pétur að hætta sem forstöðumaður vöruþróunar og innkaupa hjá dreifingaraðila í aukahlutabransanum en Bjarki hélt áfram starfi sem framkvæmdastjóri Promens í Asíu. Þegar Promens var svo selt árið 2015 hætti Bjarki þar til að beina kröftum sínum að Onanoff með Pétri. „Ég flutti til Íslands 2017 eftir 21 ár erlendis og er með litla einingu á Akureyri sem hefur utanumhald um fjármál, fjármögnun og fjárfestasamskipti. Við erum líka að skoða að færa hluta af vöruþróun og hönnun til Íslands, og jafnvel byggja hér upp e-commerce deild,“ segir Bjarki. Hann segir mikla þolinmæðisvinnu þurfa til að búa til nýtt vörumerki, sérstaklega þegar fjármagn er takmarkað. „Þeir sem þekkja til í bransanum trúa því vart að við höfum náð þó þetta langt á því fjármagni sem við höfum tekið inn, en í heildina er utanaðkomandi hlutafé undir 500 milljónum króna,“ segir Bjarki. Í dag er reksturinn farinn að skila hagnaði og nýtt hlutafé verður fyrst og fremst notað til að styðja við vaxtarverkefni. Pétur og Bjarki ráða yfir tæpum 70% hlutafjár. Einn hluthafi er frá Hong Kong en aðrir eru íslenskir aðilar. Að sögn Bjarka er fyrirtækið við það að hefja fyrsta hlutafjárútboðið sitt fyrir stofnanafjárfesta, og umsjónaraðili í því ferli er Centra Fyrirtækjaráðgjöf. Covid hefur auðvitað sett smá strik í reikninginn. „Við höfum náð að vaxa um 80% á árinu en COVID19 ástandið hefur auðvitað þrengt aðeins að starfsupplegginu hjá okkur þar sem að ég hef yfirleitt farið nokkrum sinnum á ári til Hong Kong, við hist á vörusýningum og fundum hér og þar, auk þess sem Pétur hefur komið til Íslands. En þetta gengur og einfaldlega verður að gera það,“ segir Bjarki og bætir við: Það liggur ekkert annað fyrir Onanoff en að starfa á nokkrum stöðum í heiminum og við erum hreinlega asskoti góð í því!“ Nýsköpun Tækni Heilsa Tengdar fréttir Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Stofnun Onanoff átti sér stað yfir kaffibolla á Starbucks í Happy Valley í Hong Kong 2010. Upphaflega var hugmyndin að byggja upp vörumerki fyrir eigin þróun og hönnun á aukahlutum fyrir síma og snjalltæki,“ segir Bjarki Viðar Garðarsson, annar stofnanda Onanoff, fyrirtækis sem framleiðir heyrnartól sem eru sérstaklega gerð til að valda ekki heyrnarskaða með hámarksstillingu. Meðstofnandi og, að Bjarka sögn, frumkrafturinn í rekstrinum er Pétur Hannes Ólafsson. Á þeim tíma sem fyrirtækið var stofnað voru Bjarki og Pétur báðir búsettir í Hong Kong. „Við vorum báðir með ábyrgð á uppbyggingu í Asíu fyrir stór íslensk fyrirtæki þegar við kynntumst. Vorum með svipaðan metnað fyrir því að nýta okkur orkuna og þær einstöku aðstæður sem hafa verið í þessum heimshluta síðustu áratugina. Við þekktumst ekki áður en við fluttumst báðir til Hong Kong en mynduðum snemma sterka vináttu þar,“ segir Bjarki sem nú býr á Akureyri á meðan Pétur er enn í Hong Kong. Á þessu ári stefnir velta Onanoff í 1,3 milljarða og segir Bjarki ekki ólíklegt að hún fari yfir tvo milljarða á næsta ári. En ævintýrið síðasta áratug hefur verið mikið og margbreytilegt enda héldu þeir félagar um tíma að þeir myndu slá í gegn með framleiðslu á símahulstrum og þráðlausum hátölurum frekar en heyrnartólum fyrir börn. Onanoff er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun. Hjá fyrirtækinu starfa nú um tuttugu manns, þar af flestir í Hong Kong. Hlutafjárútboð verður haldið á næstu vikum og framundan eru jafnvel hugmyndir um að auka við starfsemina á Íslandi. Með ferðaþreytt börn á flugvelli „Það er alltaf extra gefandi að vinna með börnum og barnafólki sem kunna að meta þegar vörur eru hannaðar sérstaklega með þeirra þarfir í huga,“ segir Bjarki en ein helsta vara Onanoff eru BuddyPhones heyrnartól sem ætluð eru börnum. Hugmyndin að framleiðsu barnaheyrnartóla varð þó til nokkru eftir stofnun fyrirtækisins, segir Bjarki: Upphafið að þeim kafla var að Kristrún Lind, eiginkona mín hringdi í Pétur þar sem hún var stödd á Charles de Gaulle flugvellinum með tvö ferðaþreytt börn og spurði hann af hverju almennileg heyrnartól fyrir börn væru með öllu ófáanleg. Við skoðuðum málið og sáum fljótt gat í markaðnum,“ Þegar þeir félagar fóru að rýna í tækifærið sáu þeir að enginn framleiðandi virtist hugsa sérstaklega um aldurshópinn 2-13 ára. „Vöruþróun þeirra virtist takmörkuð við að mála fullorðinsheyrnartól í barnalegum litum og lækka verðið,“ segir Bjarki um þau heyrnartól sem þá voru á markaði og ætluð börnum Þá komust þeir félagar að því að mörg heyrnartól fyrir börn voru seld sem leikföng þar sem stór hluti framleiðslukostnaðar fór í leyfisgjöld til vinsælla vörumerkja eins og til dæmis Disney, á meðan gæði og eiginleikar vörunnar voru látin mæta afgangi. „Við ákváðum að þróa frá grunni heyrnartól fyrir börn, sem taka mið af notkunarmynstri og meðhöndlun barna, með fídusa sem börn þurfa og kunna að meta. Við lögðum frá upphafi áherslu á að gera örugg, sterk heyrnartól úr ofnæmisfríum efnum. En ekki síst tókum við leiðandi afstöðu gegn heyrnarskaða sem þá þegar var að verða að einu algengasta lýðheilsuvandamáli meðal ungs fólks,“ segir Bjarki og bendir á að heyrnaskaði sé oft vanmetinn af bæði foreldrum og framleiðendum heyrnatóla. Bjarki bjó erlendis í 21 ár en býr nú á Akureyri. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Promens í Asíu en þegar fyrirtækið var selt byrjaði hann að vinna alfarið fyrir Onanoff. Hugmyndavinna og tilraunir í 4 ár En það var sem sagt alls ekki svo að framleiðsla og sala á heyrnartólum væri frá upphafi augljós vegferð. Þvert á móti tók það félagana fjögur ár frá fyrsta kaffibollanum að hitta á rétta vöru. „Pétur er gríðarlega öflugur í vöruþróun og yfirleitt með afar sterka sýn á hvert tækni og notkunasvið eru að þróast, svo það var úr nægum hugmyndum að vinna en úr afar takmörkuðu fjármagni og aðgengi að mörkuðum að spila. Má segja að fyrstu árin hafi farið í það að blanda saman aragrúa af litlum mistökum og litlum sigrum. Þó alltaf með mjög skýra sýn á að við vildum byggja upp okkar eigið vörumerki með metnað fyrir bæði hönnun og notagildi,“ segir Bjarki og bætir við: Við þróuðum snjallar kapallausnir fyrir síma, hágæða leðurhulstur fyrir síma og tölvur og töluvert púður fór í þróun á svakalega fallegum „skinnum" úr viði og leðri fyrir fartölvur. Allt saman afar fallegar og góðar vörur, en erfitt fyrir svo lítið fyrirtæki að ná upp viðunandi magnsölum áður en ný útgáfa af síma eða spjaldtölvu kom út og lager varð ónýtur.“ Ein hugmyndin reyndist félögunum nokkuð dýrkeypt. „Við eyddum síðan gríðarlegu orku og miklu fé í þróun á ákaflega metnaðarfullri útfærslu á Bluetooth hátölurum sem hefðu líklega gert okkur afar ríka ef við hefðum verið aðeins fyrr á ferðinni, örlítið fljótari að þróa og koma vörunni á markað og haft fjárhagslegt bolmagn til að þola aðeins fleiri áföll á leiðinni. Hátalaraverkefnið reyndist okkur þungur baggi að bera næstu árin en við stóðum við allar okkar skuldbindingar og lærðum mikið í ferlinu,“ segir Bjarki. Onanoff hefur byggt sölu smám saman upp í gegnum bæði hefðbundnar dreifileiðir, sölu í gegnum Amazon og með eigin netsölu. Bandaríkin eru stærsti markaðurinn en að sögn Bjarka eru Japan, Kóreu og Mið-Austurlanda einnig mjög spennandi markaðssvæði. Þar segir Bjarki Onanoff nú þegar með sterka markaðshlutdeild. Við spyrjum Bjarka hvaða ráð hann myndi gefa íslenskum aðilum sem mögulega hefðu áhuga á að framleiða vörur í Kína? Kínverjar hafa náð afar langt sem framleiðsluland og geta gert allan andskotann. Þar er með ólíkindum hvernig kunnátta og sérhæfing hefur byggst upp á sumum sviðum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur og það notfæra sér kínverskir framleiðendur eins og aðrir, ef Húsvíkingurinn lætur ekki sjá sig á gólfinu!“ segir Bjarki og bætir við að staðkunnátta, tengsl og tök á að veita strangt aðhald séu grundvallaratriði. „Erum hreinlega asskoti góð“ En hvers vegna datt ykkur yfir höfuð í hug að fara af stað? „Við bjuggum einfaldlega báðir í Hong Kong þegar hugmyndin fæddist, starfa okkar vegna, en það er svo sem engin tilviljun þar sem Hong Kong hefur lengi þjónað sem þungamiðja viðskipta í Asíu og þar hefur verið afar spennandi að búa og starfa,“ segir Bjarki. Bjarki og Pétur hittast oft á sýningum erlendis eða sækja hvorn annan heim. Bjarki segir Covid þó hafa sett smá strik í reikninginn undanfarið en að starfa í mismunandi tímabeltum er ekkert mál fyrir þaulvana menn. Þegar félagarnir ákváðu að slá til með stofnun fyrirtækis var Pétur að hætta sem forstöðumaður vöruþróunar og innkaupa hjá dreifingaraðila í aukahlutabransanum en Bjarki hélt áfram starfi sem framkvæmdastjóri Promens í Asíu. Þegar Promens var svo selt árið 2015 hætti Bjarki þar til að beina kröftum sínum að Onanoff með Pétri. „Ég flutti til Íslands 2017 eftir 21 ár erlendis og er með litla einingu á Akureyri sem hefur utanumhald um fjármál, fjármögnun og fjárfestasamskipti. Við erum líka að skoða að færa hluta af vöruþróun og hönnun til Íslands, og jafnvel byggja hér upp e-commerce deild,“ segir Bjarki. Hann segir mikla þolinmæðisvinnu þurfa til að búa til nýtt vörumerki, sérstaklega þegar fjármagn er takmarkað. „Þeir sem þekkja til í bransanum trúa því vart að við höfum náð þó þetta langt á því fjármagni sem við höfum tekið inn, en í heildina er utanaðkomandi hlutafé undir 500 milljónum króna,“ segir Bjarki. Í dag er reksturinn farinn að skila hagnaði og nýtt hlutafé verður fyrst og fremst notað til að styðja við vaxtarverkefni. Pétur og Bjarki ráða yfir tæpum 70% hlutafjár. Einn hluthafi er frá Hong Kong en aðrir eru íslenskir aðilar. Að sögn Bjarka er fyrirtækið við það að hefja fyrsta hlutafjárútboðið sitt fyrir stofnanafjárfesta, og umsjónaraðili í því ferli er Centra Fyrirtækjaráðgjöf. Covid hefur auðvitað sett smá strik í reikninginn. „Við höfum náð að vaxa um 80% á árinu en COVID19 ástandið hefur auðvitað þrengt aðeins að starfsupplegginu hjá okkur þar sem að ég hef yfirleitt farið nokkrum sinnum á ári til Hong Kong, við hist á vörusýningum og fundum hér og þar, auk þess sem Pétur hefur komið til Íslands. En þetta gengur og einfaldlega verður að gera það,“ segir Bjarki og bætir við: Það liggur ekkert annað fyrir Onanoff en að starfa á nokkrum stöðum í heiminum og við erum hreinlega asskoti góð í því!“
Nýsköpun Tækni Heilsa Tengdar fréttir Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00
Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00
Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00
Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01