„Segðu kærastanum að láta mig fá fokking pening“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 22:32 Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, ákvað að láta vera að svara. Aðsend „Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld. „Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið. Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan. „Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba. Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“ Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað. „Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17 Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld. „Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið. Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan. „Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba. Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“ Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað. „Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17 Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Birkir Már fékk virkilega rauða spjaldið fyrir þetta Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:17
Svona var Twitter er Ísland tapaði á Wembley Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. 18. nóvember 2020 21:49
Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54