Fótbolti

Svona var Twitter er Ís­land tapaði á Wembl­ey

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason eltir Jack Grealish í leik kvöldsins.
Sverrir Ingi Ingason eltir Jack Grealish í leik kvöldsins. Ian Walton/Getty Images

Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.

Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi þess fékk Birkir Már Sævarsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mjög ódýrt en íslenska liðið þar af leiðandi manni færri lungann úr síðari hálfleik. Það virtist ekki ætla að koma að sök eða allt þangað til Phil Foden skoraði tvívegis með stuttu millibili undir lok leiks.

Fyrir leik var var nokkuð mikið líf á samfélagsmiðlum þó ekki sé endilega allt tengt A-landsliðinu þá er ljóst að það tengist landsliðum Íslands.

Íslenska liðið var varla með í fyrri hálfleik. Declan Rice og Mason Mount skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins með skömmu millibili.

Í síðari hálfleik fékk Birkir Már sitt annað gula spjald og þar með rautt. Enska liðinu gekk illa að nýta sér það framan af, það er allt þangað til Phil Foden skoraði tvívegis með stuttu millibili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×