„Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 15:00 Kári Árnason gæti spilað sinn síðasta landsleik í kvöld en vill þó ekki útiloka neitt. Hér setur hann höfuðið í boltann í leiknum gegn Ungverjum síðasta fimmtudag. EPA-EFE/Tibor Illyes Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58