„Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 15:00 Kári Árnason gæti spilað sinn síðasta landsleik í kvöld en vill þó ekki útiloka neitt. Hér setur hann höfuðið í boltann í leiknum gegn Ungverjum síðasta fimmtudag. EPA-EFE/Tibor Illyes Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58