„Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 07:01 Unnur María Pálmadóttir. Vísir/Vilhelm „Fyrirtæki þurfa að vera reiðubúin til þess að breyta um áherslur og prófa nýjar leiðir og nýja nálgun. Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja,“ segir Unnur Pálmadóttir hjá KVARTZ aðspurð um það hvaða áherslur fyrirtæki ættu að hafa í markaðsmálum á tímum heimsfaraldurs. „Það sem ég tel að sé einna mikilvægast og kannski sérstaklega í því árferði sem við erum að ganga í gegnum núna er að þekkja markhópinn sinn vel, skilja þarfir viðskiptavinarins, nálgast hann á hans forsendum og setja hann í forgrunn,“ segir Unnur. Unnur er annar af tveimur eigendum KVARTZ markaðs- og viðburðarstofu. Við báðum Unni um að gefa okkur nokkur góð ráð sem gætu nýst sérstaklega smærri fyrirtækjum í auglýsinga- og markaðsmálum því samkvæmt fræðunum er mikilvægt að halda því starfi uppi, þótt mörg fyrirtæki berjist reyndar í bökkum. „Það getur skipt sköpum og verið mjög mikilvægt að draga ekki úr markaðsstarfi á tímum efnahagslægðar og þó vissulega verið áskorun fyrir mörg fyrirtæki. Það er gott að hafa í huga að skilaboð fyrirtækja til neytenda séu í takt við ástand þjóðfélagsins. Þetta er vandmeðfarið því á sama tíma og fyrirtæki eru að auglýsa vöru og þjónustu þá þurfa þau einnig að huga vel að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum,“ segir Unnur. Netið og nýjar áherslur „Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki verið að leysa þær áskoranir sem þau standa fyrir með því að nýta netið enn betur, og það á sérstaklega við í aukinni þjónustu í netverslun, meiri samskipti við viðskiptavininn í gegnum skilaboð eða spjallmenni, streymi á viðburði, beinar útsendingar, fjarskemmtun og fleira,“ segir Unnur. Hún segir gaman að halda utan um slíka viðburði og er sjálf sannfærð um að þessar breyttu áherslur séu komnar til að vera. En það þarf líka að huga að því hvernig staðan verður þegar faraldri lýkur. Það er mikilvægt að vera með skýra aðgerðaáætlun um hvernig þau fyrirtæki hafa hug á að bregðast við ákveðnum aðstæðum, flækjustigum og mótlæti og hvernig þau ætla að spretta af stað um leið og þessu lýkur.“ En hvaða ráð myndir þú gefa til dæmis smærri fyrirtækjum sem ekki hafa úr miklu að moða þessi dægrin, en vilja leggja áherslu á auglýsinga- og markaðsmál? „Skilaboð í auglýsingum og val á auglýsingamiðlum ætti líka að endurspeglast í því hver viðskiptavinurinn er. Við sjáum það í okkar starfi hvað samfélagsmiðlarnir eru farnir að skipa stóran sess vegna þess hversu vel hægt er að aðlaga skilaboðin að mismunandi markhópum þótt hefðbundnir miðlar hafi sína styrkleika líka. Nákvæm miðun er mikilvægari en nokkru sinni fyrr þegar lítið fjármagn er fyrir hendi og í því getur verið mikill sparnaður. Stjórnendur þurfa sem aldrei fyrr að þekkja markhópinn sinn vel og aðlaga þjónustuna og vöruna að þörfum viðskiptavinarins. Það getur verið gott að velta því vel fyrir sér, hvað er það sem gerir fyrirtækið einstakt? hver er kjarninn? hverjir eru styrkleikarnir? og hver er sérstaðan? Fyrirtæki þurfa að vera reiðubúin til þess að breyta um áherslur og prófa nýjar leiðir og nýja nálgun. Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja. Fyrirtæki gætu þurft að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri. Í sumum tilfellum þarf að kenna viðskiptavinum upp á nýtt hvernig nálgast eigi vöruna eða hvernig þjónustan er unnin af hendi. Mörg fyrirtæki hafa því lagt áherslu á aukna þjónustu við viðskiptavininn meðal annars með aukinni netverslun og heimsendingu á vörum, sem er snjallt,“ segir Unnur. Að hugsa í lausnum Unnur segir ástandið í dag vissulega erfitt fyrir marga í atvinnulífinu en þar skiptir þá ekki síst máli að vera með jákvætt viðhorf. „Þessir tímar geta vissulega verið mikil áskorun fyrir mörg fyrirtæki en með því að snúa vörn í sókn, vera með skýra sýn hver markhópurinn er, og hugsa í tækifærum og lausnum þá verður árangurinn betri,“ segir Unnur og bætir við: Það hefur oft verið sagt að öllum breytingum fylgja ákveðin tækifæri, það er vissulega klisja en engu að síður staðreynd. Mörg fyrirtæki hafa þurft að endurskipuleggja markaðsstarfið og fara alveg nýjar leiðir til að nálgast viðskiptavininn. Það sem hefur alltaf virkað, virkar mögulega ekki lengur því kauphegðun okkar er að breytast mikið bæði á neytenda og fyrirtækjamarkaði.“ Þá eru aðstæður einstakar sem aldrei fyrr þar sem ótti við veikindi og smit eru til staðar og daglegar fréttir af stöðu mála hér heima sem erlendis. Tilfinningar og nærgætni skipta því miklu máli. „Margir eru að upplifa aðstæðurnar á ólíkan hátt og því getur verið gott að sýna nærgætni og vera upplífgandi í skilaboðum. Minna á að þetta er tímabil sem mun taka endi og leggja áherslu á hvernig hægt sé að eiga í viðskiptum þrátt fyrir breytta tíma. Aftur er það þetta, skilaboðin þurfa að vera þess eðlis að þau nái til viðskiptavinarins, að hann upplifi að þjónustan eða varan sé að leysa vandamál og að fyrirtækið nálgist hann á hans forsendum frekar en forsendum fyrirtækisins. Það er gaman að sjá góðan árangur með þessum leiðum hjá þeim fyrirtækjum sem við erum að vinna með,“ segir Unnur. Góðu ráðin Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Á samdráttartímum geta auglýsendur náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi. 24. apríl 2020 09:00 ,,Það er einhver núna að vinna í því að ræna kúnnunum af þér“ Dr. Valdimar Sigurðsson prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði segir að fyrirtæki sem ekki huga að markaðsmálum nú, gætu stofnað framtíðarsölumöguleikum í hættu. 27. maí 2020 13:00 Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að falsfrétt getur haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans. 4. maí 2020 09:00 Auglýsingabirtingar á krepputímum og innlendir og erlendir valkostir Samfélagsmiðlar og Google njóta góðs af því að vera ekki skattlagðir á Íslandi en umræða um hvort ríki og sveitarfélög eigi að auglýsa þar, getur ýtt undir að frekar er auglýst á innlendum miðlum. 27. maí 2020 11:00 Auglýsendurnir í kjölfar bankahruns og markaðsstarfið framundan Það reyndist mörgum auglýsendum vel að halda úti markaðsstarfi í kjölfar bankahruns en hvað segja forsvarsmenn helstu auglýsingastofa nú um stöðuna í dag og horfurnar framundan? 27. maí 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Fyrirtæki þurfa að vera reiðubúin til þess að breyta um áherslur og prófa nýjar leiðir og nýja nálgun. Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja,“ segir Unnur Pálmadóttir hjá KVARTZ aðspurð um það hvaða áherslur fyrirtæki ættu að hafa í markaðsmálum á tímum heimsfaraldurs. „Það sem ég tel að sé einna mikilvægast og kannski sérstaklega í því árferði sem við erum að ganga í gegnum núna er að þekkja markhópinn sinn vel, skilja þarfir viðskiptavinarins, nálgast hann á hans forsendum og setja hann í forgrunn,“ segir Unnur. Unnur er annar af tveimur eigendum KVARTZ markaðs- og viðburðarstofu. Við báðum Unni um að gefa okkur nokkur góð ráð sem gætu nýst sérstaklega smærri fyrirtækjum í auglýsinga- og markaðsmálum því samkvæmt fræðunum er mikilvægt að halda því starfi uppi, þótt mörg fyrirtæki berjist reyndar í bökkum. „Það getur skipt sköpum og verið mjög mikilvægt að draga ekki úr markaðsstarfi á tímum efnahagslægðar og þó vissulega verið áskorun fyrir mörg fyrirtæki. Það er gott að hafa í huga að skilaboð fyrirtækja til neytenda séu í takt við ástand þjóðfélagsins. Þetta er vandmeðfarið því á sama tíma og fyrirtæki eru að auglýsa vöru og þjónustu þá þurfa þau einnig að huga vel að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum,“ segir Unnur. Netið og nýjar áherslur „Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki verið að leysa þær áskoranir sem þau standa fyrir með því að nýta netið enn betur, og það á sérstaklega við í aukinni þjónustu í netverslun, meiri samskipti við viðskiptavininn í gegnum skilaboð eða spjallmenni, streymi á viðburði, beinar útsendingar, fjarskemmtun og fleira,“ segir Unnur. Hún segir gaman að halda utan um slíka viðburði og er sjálf sannfærð um að þessar breyttu áherslur séu komnar til að vera. En það þarf líka að huga að því hvernig staðan verður þegar faraldri lýkur. Það er mikilvægt að vera með skýra aðgerðaáætlun um hvernig þau fyrirtæki hafa hug á að bregðast við ákveðnum aðstæðum, flækjustigum og mótlæti og hvernig þau ætla að spretta af stað um leið og þessu lýkur.“ En hvaða ráð myndir þú gefa til dæmis smærri fyrirtækjum sem ekki hafa úr miklu að moða þessi dægrin, en vilja leggja áherslu á auglýsinga- og markaðsmál? „Skilaboð í auglýsingum og val á auglýsingamiðlum ætti líka að endurspeglast í því hver viðskiptavinurinn er. Við sjáum það í okkar starfi hvað samfélagsmiðlarnir eru farnir að skipa stóran sess vegna þess hversu vel hægt er að aðlaga skilaboðin að mismunandi markhópum þótt hefðbundnir miðlar hafi sína styrkleika líka. Nákvæm miðun er mikilvægari en nokkru sinni fyrr þegar lítið fjármagn er fyrir hendi og í því getur verið mikill sparnaður. Stjórnendur þurfa sem aldrei fyrr að þekkja markhópinn sinn vel og aðlaga þjónustuna og vöruna að þörfum viðskiptavinarins. Það getur verið gott að velta því vel fyrir sér, hvað er það sem gerir fyrirtækið einstakt? hver er kjarninn? hverjir eru styrkleikarnir? og hver er sérstaðan? Fyrirtæki þurfa að vera reiðubúin til þess að breyta um áherslur og prófa nýjar leiðir og nýja nálgun. Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja. Fyrirtæki gætu þurft að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri. Í sumum tilfellum þarf að kenna viðskiptavinum upp á nýtt hvernig nálgast eigi vöruna eða hvernig þjónustan er unnin af hendi. Mörg fyrirtæki hafa því lagt áherslu á aukna þjónustu við viðskiptavininn meðal annars með aukinni netverslun og heimsendingu á vörum, sem er snjallt,“ segir Unnur. Að hugsa í lausnum Unnur segir ástandið í dag vissulega erfitt fyrir marga í atvinnulífinu en þar skiptir þá ekki síst máli að vera með jákvætt viðhorf. „Þessir tímar geta vissulega verið mikil áskorun fyrir mörg fyrirtæki en með því að snúa vörn í sókn, vera með skýra sýn hver markhópurinn er, og hugsa í tækifærum og lausnum þá verður árangurinn betri,“ segir Unnur og bætir við: Það hefur oft verið sagt að öllum breytingum fylgja ákveðin tækifæri, það er vissulega klisja en engu að síður staðreynd. Mörg fyrirtæki hafa þurft að endurskipuleggja markaðsstarfið og fara alveg nýjar leiðir til að nálgast viðskiptavininn. Það sem hefur alltaf virkað, virkar mögulega ekki lengur því kauphegðun okkar er að breytast mikið bæði á neytenda og fyrirtækjamarkaði.“ Þá eru aðstæður einstakar sem aldrei fyrr þar sem ótti við veikindi og smit eru til staðar og daglegar fréttir af stöðu mála hér heima sem erlendis. Tilfinningar og nærgætni skipta því miklu máli. „Margir eru að upplifa aðstæðurnar á ólíkan hátt og því getur verið gott að sýna nærgætni og vera upplífgandi í skilaboðum. Minna á að þetta er tímabil sem mun taka endi og leggja áherslu á hvernig hægt sé að eiga í viðskiptum þrátt fyrir breytta tíma. Aftur er það þetta, skilaboðin þurfa að vera þess eðlis að þau nái til viðskiptavinarins, að hann upplifi að þjónustan eða varan sé að leysa vandamál og að fyrirtækið nálgist hann á hans forsendum frekar en forsendum fyrirtækisins. Það er gaman að sjá góðan árangur með þessum leiðum hjá þeim fyrirtækjum sem við erum að vinna með,“ segir Unnur.
Góðu ráðin Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Á samdráttartímum geta auglýsendur náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi. 24. apríl 2020 09:00 ,,Það er einhver núna að vinna í því að ræna kúnnunum af þér“ Dr. Valdimar Sigurðsson prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði segir að fyrirtæki sem ekki huga að markaðsmálum nú, gætu stofnað framtíðarsölumöguleikum í hættu. 27. maí 2020 13:00 Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að falsfrétt getur haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans. 4. maí 2020 09:00 Auglýsingabirtingar á krepputímum og innlendir og erlendir valkostir Samfélagsmiðlar og Google njóta góðs af því að vera ekki skattlagðir á Íslandi en umræða um hvort ríki og sveitarfélög eigi að auglýsa þar, getur ýtt undir að frekar er auglýst á innlendum miðlum. 27. maí 2020 11:00 Auglýsendurnir í kjölfar bankahruns og markaðsstarfið framundan Það reyndist mörgum auglýsendum vel að halda úti markaðsstarfi í kjölfar bankahruns en hvað segja forsvarsmenn helstu auglýsingastofa nú um stöðuna í dag og horfurnar framundan? 27. maí 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Á samdráttartímum geta auglýsendur náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi. 24. apríl 2020 09:00
,,Það er einhver núna að vinna í því að ræna kúnnunum af þér“ Dr. Valdimar Sigurðsson prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði segir að fyrirtæki sem ekki huga að markaðsmálum nú, gætu stofnað framtíðarsölumöguleikum í hættu. 27. maí 2020 13:00
Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að falsfrétt getur haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans. 4. maí 2020 09:00
Auglýsingabirtingar á krepputímum og innlendir og erlendir valkostir Samfélagsmiðlar og Google njóta góðs af því að vera ekki skattlagðir á Íslandi en umræða um hvort ríki og sveitarfélög eigi að auglýsa þar, getur ýtt undir að frekar er auglýst á innlendum miðlum. 27. maí 2020 11:00
Auglýsendurnir í kjölfar bankahruns og markaðsstarfið framundan Það reyndist mörgum auglýsendum vel að halda úti markaðsstarfi í kjölfar bankahruns en hvað segja forsvarsmenn helstu auglýsingastofa nú um stöðuna í dag og horfurnar framundan? 27. maí 2020 09:00