„Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. október 2020 10:01 Lilja Bjarnadóttir. Vísir/Vilhelm Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi‘s á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR segir þessar vikur helst fara í að reyna að koma rekstrinum í gegnum Covid. Hún segist þó vonast eftir góðri verslun fyrir jólin en annars er það laxveiðin sem á hug hennar sem áhugamál. Þá ekki síst að virkja konur í lax. Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kl. 7.30 alla virka daga.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég verð alltaf að fá morgunmat fljótt, þar sem ég vakna alltaf svöng, bacon og egg er í uppáhaldi, en ég nenni því ekki alltaf. Eftir morgunmat, geri ég góða kaffibolla handa mér og bónda, og þá er ég tilbúin í daginn. Ég fer oft á æfingar á morgnana, núna á Covid tímum, þá fer í göngutúra og svo er ég aðeins að reyna mig áfram í Yoga, en það er ótrúlegu góð hreyfing, sem reynir á liðleika og styrk. En í eðlilegu árferði fer ég annað hvort í Sporthúsið eða á badminton æfingar með Morgunstjörnunum, en það er félagskapur á vegum TBR sem opin er öllum konum sem áhuga hafa á badminton. Reyndar er einn karlmaður með okkur, hann Paul, en hann er 91 árs, en allir spilafélagar hans voru komnir á aldur, þannig að hann varð að finna sér nýja meðspilara. Held samt að þeir hafi allir verið yngri en hann. En hann er alltaf ferskur og sleppir aldrei úr tíma.“ Áttu þér uppáhalds laxveiði á? „Þetta er erfið spurning, því allar ár hafa einhvern sjarma. Af þeim ám sem ég hef farið í nefni ég tvær. Fyrsta uppáhalds áin mín er Hítará. Ég veiddi þar í fyrsta skipti árið 2011 og varð ástfanginn af ánni og öllu umhverfinu. Hítará er mjög skemmtileg laxveiðiá, frekar stutt, með helling af fallegum veiðistöðum og góðu aðgengi. Hítará er frábær á fyrir samhenta vinahópa, þar sem staðsetning veiðihússins er einstök, en veiðihúsið er nokkra metra frá bestu veiðistöðum áarinnar, og því er sameiginleg upplifun mikil þegar laxinn tekur og allir gleðjast með þér. En Langá er samt í dag mitt uppáhald. Hún er svo falleg, en hún er líka margbreytileg. Þar er alltaf mikið af laxi, og hann stekkur út um allt. Það sem er einnig svo frábært við Langá er að þó svo hún sé mjög löng, liggur langt uppá fjall, þá er einstaklega gott aðgengi að öllum veiðistöðum. Veiðistaðirnir í Langá er líka svo fjölbreyttir, fossar, klettar, engi og fjöll. Mikil náttúrufegurð á hverjum einasta veiðistað. Ég er formaður Kvennanefndar SVFR og við förum árlega með hóp 24 kvenna í Langá. Margar þessara kvenna eru að stíga sín fyrstu spor í Laxveiði í þessum ferðum, en Langá er tilvalin á til þess. Í ferðinni okkar í fyrra þá var held ég slegið met í Maríulöxum, af þessum 24 konum þá voru 8 konur með sína Maríulaxa. En Kvennanefnd SVFR er opin öllum konum og tilvalin vettvangur fyrir konur til að kynna sér laxveiði og kynnast öðrum konum í laxveiði.“ Lilja segir eiginmanninn og starfsfólkið hjálpa henni með skipulagið því þau séu dugleg að minna hana á ef eitthvað er ekki að gera sig.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid. Salan í Levi´s verslunum hjá mér hefur verið verið undir markmiðum undanfarnar vikur og maður reynir að nýta tímann í starfsmannamál og að standsetja búðirnir, lager og annað til að vera tilbúin að selja betur þegar við sjáum til sólar, sem verður vonandi núna í nóvember. Þar sem að við erum hluti af stóru alþjóðlegu merki þá er Levi´s Europe alltaf að senda okkur ný tæki og tól til að styrkja reksturinn, þjónustu og ásýnd okkar verslana. Það mætti því segja að við séum í stöðugri endurnýjun á vinnuferlum og alltaf að læra það nýjasta sem er bransanum hverju sinni. Svo er ég að undirbúa desember og jólin í Levi‘s, því vonandi verður íslensk verslun góð um jólin, svo lengi sem Covid skýið heldur sig til hlés.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég veit ekki hvort ég telst skipulögð eða ekki. En Google Calendar er mitt tól. Mér finnst gott að gera skráð þar inn allt sem ég þarf að gera, hvort sem ég fyrir framan tölvu eða bara í símann minn. Annars er maðurinn minn góður reminder fyrir mig og mitt frábæra samstarfsfólk sem ýtir á mig þegar hlutirnir ganga ekki jafn smurt og þeir ættu að gera.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið frekar kvöldsvæf. Þarf minn átta tíma svefn, annars verð ég úríll eins og frekur krakki. Ég vil vera komin upp í rúm alls ekki seinna en klukkan ellefu, gott að lesa svona í sirka 20 mínútur og þá sofna ég eins og engill.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi‘s á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR segir þessar vikur helst fara í að reyna að koma rekstrinum í gegnum Covid. Hún segist þó vonast eftir góðri verslun fyrir jólin en annars er það laxveiðin sem á hug hennar sem áhugamál. Þá ekki síst að virkja konur í lax. Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kl. 7.30 alla virka daga.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég verð alltaf að fá morgunmat fljótt, þar sem ég vakna alltaf svöng, bacon og egg er í uppáhaldi, en ég nenni því ekki alltaf. Eftir morgunmat, geri ég góða kaffibolla handa mér og bónda, og þá er ég tilbúin í daginn. Ég fer oft á æfingar á morgnana, núna á Covid tímum, þá fer í göngutúra og svo er ég aðeins að reyna mig áfram í Yoga, en það er ótrúlegu góð hreyfing, sem reynir á liðleika og styrk. En í eðlilegu árferði fer ég annað hvort í Sporthúsið eða á badminton æfingar með Morgunstjörnunum, en það er félagskapur á vegum TBR sem opin er öllum konum sem áhuga hafa á badminton. Reyndar er einn karlmaður með okkur, hann Paul, en hann er 91 árs, en allir spilafélagar hans voru komnir á aldur, þannig að hann varð að finna sér nýja meðspilara. Held samt að þeir hafi allir verið yngri en hann. En hann er alltaf ferskur og sleppir aldrei úr tíma.“ Áttu þér uppáhalds laxveiði á? „Þetta er erfið spurning, því allar ár hafa einhvern sjarma. Af þeim ám sem ég hef farið í nefni ég tvær. Fyrsta uppáhalds áin mín er Hítará. Ég veiddi þar í fyrsta skipti árið 2011 og varð ástfanginn af ánni og öllu umhverfinu. Hítará er mjög skemmtileg laxveiðiá, frekar stutt, með helling af fallegum veiðistöðum og góðu aðgengi. Hítará er frábær á fyrir samhenta vinahópa, þar sem staðsetning veiðihússins er einstök, en veiðihúsið er nokkra metra frá bestu veiðistöðum áarinnar, og því er sameiginleg upplifun mikil þegar laxinn tekur og allir gleðjast með þér. En Langá er samt í dag mitt uppáhald. Hún er svo falleg, en hún er líka margbreytileg. Þar er alltaf mikið af laxi, og hann stekkur út um allt. Það sem er einnig svo frábært við Langá er að þó svo hún sé mjög löng, liggur langt uppá fjall, þá er einstaklega gott aðgengi að öllum veiðistöðum. Veiðistaðirnir í Langá er líka svo fjölbreyttir, fossar, klettar, engi og fjöll. Mikil náttúrufegurð á hverjum einasta veiðistað. Ég er formaður Kvennanefndar SVFR og við förum árlega með hóp 24 kvenna í Langá. Margar þessara kvenna eru að stíga sín fyrstu spor í Laxveiði í þessum ferðum, en Langá er tilvalin á til þess. Í ferðinni okkar í fyrra þá var held ég slegið met í Maríulöxum, af þessum 24 konum þá voru 8 konur með sína Maríulaxa. En Kvennanefnd SVFR er opin öllum konum og tilvalin vettvangur fyrir konur til að kynna sér laxveiði og kynnast öðrum konum í laxveiði.“ Lilja segir eiginmanninn og starfsfólkið hjálpa henni með skipulagið því þau séu dugleg að minna hana á ef eitthvað er ekki að gera sig.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid. Salan í Levi´s verslunum hjá mér hefur verið verið undir markmiðum undanfarnar vikur og maður reynir að nýta tímann í starfsmannamál og að standsetja búðirnir, lager og annað til að vera tilbúin að selja betur þegar við sjáum til sólar, sem verður vonandi núna í nóvember. Þar sem að við erum hluti af stóru alþjóðlegu merki þá er Levi´s Europe alltaf að senda okkur ný tæki og tól til að styrkja reksturinn, þjónustu og ásýnd okkar verslana. Það mætti því segja að við séum í stöðugri endurnýjun á vinnuferlum og alltaf að læra það nýjasta sem er bransanum hverju sinni. Svo er ég að undirbúa desember og jólin í Levi‘s, því vonandi verður íslensk verslun góð um jólin, svo lengi sem Covid skýið heldur sig til hlés.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég veit ekki hvort ég telst skipulögð eða ekki. En Google Calendar er mitt tól. Mér finnst gott að gera skráð þar inn allt sem ég þarf að gera, hvort sem ég fyrir framan tölvu eða bara í símann minn. Annars er maðurinn minn góður reminder fyrir mig og mitt frábæra samstarfsfólk sem ýtir á mig þegar hlutirnir ganga ekki jafn smurt og þeir ættu að gera.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið frekar kvöldsvæf. Þarf minn átta tíma svefn, annars verð ég úríll eins og frekur krakki. Ég vil vera komin upp í rúm alls ekki seinna en klukkan ellefu, gott að lesa svona í sirka 20 mínútur og þá sofna ég eins og engill.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00
„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00
Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00
Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00