Á sjötta hundrað hermanna á landinu Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 07:27 Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar. LANDHELGISGÆSLAN Á sjötta hundrað bandarískra og kanadískra hermanna verða staðsettir hér á landi næstu vikurnar. Áhafnaskipti taka lengri tíma en vanalega vegna strangra sóttvarnareglna. Fréttablaðið segir frá þessu, en um er að ræða um 265 hermenn bandaríska flughersins sem komu til landsins í byrjun mánaðar vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, NATO, og svo rúmlega 60 kanadískra hermanna sem eru á landinu vegna kafbátaeftirlits. Auk þess sinna 168 liðsmenn bandaríska sjóhersins eftirliti með kafbátum. Þá hefur danski herinn einnig verið með ellefu hermenn hér á landi síðustu vikur vegna reglubundinnar skoðunar á þyrlu sem fylgir dönskum herskipum við Grænland. Áður hefur verið greint frá því að vegna sóttvarnareglna séu hermennirnir lengur á landinu en annars hefði verið, en allir þurfa hermennirnir að fara í tveggja daga vinnusóttkví, auk hefðbundinnar landamæraskimunar. Þá voru þeir einnig í hálfs mánaðar sóttkví í sínu heimalandi, áður en þeir komu hingað til lands. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að tilviljun ráði því að verkefnin eigi sér öll stað hér á landi á sama tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Varnarmál NATO Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki. 19. október 2020 22:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Á sjötta hundrað bandarískra og kanadískra hermanna verða staðsettir hér á landi næstu vikurnar. Áhafnaskipti taka lengri tíma en vanalega vegna strangra sóttvarnareglna. Fréttablaðið segir frá þessu, en um er að ræða um 265 hermenn bandaríska flughersins sem komu til landsins í byrjun mánaðar vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, NATO, og svo rúmlega 60 kanadískra hermanna sem eru á landinu vegna kafbátaeftirlits. Auk þess sinna 168 liðsmenn bandaríska sjóhersins eftirliti með kafbátum. Þá hefur danski herinn einnig verið með ellefu hermenn hér á landi síðustu vikur vegna reglubundinnar skoðunar á þyrlu sem fylgir dönskum herskipum við Grænland. Áður hefur verið greint frá því að vegna sóttvarnareglna séu hermennirnir lengur á landinu en annars hefði verið, en allir þurfa hermennirnir að fara í tveggja daga vinnusóttkví, auk hefðbundinnar landamæraskimunar. Þá voru þeir einnig í hálfs mánaðar sóttkví í sínu heimalandi, áður en þeir komu hingað til lands. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að tilviljun ráði því að verkefnin eigi sér öll stað hér á landi á sama tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Varnarmál NATO Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki. 19. október 2020 22:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30
Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki. 19. október 2020 22:30