Innlent

Mun starfa sam­hliða Tryggva sem um­boðs­maður Al­þingis

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Bjarni Björgvinsson starfar sem héraðsdómari.
Kjartan Bjarni Björgvinsson starfar sem héraðsdómari. EFTA

Forsætisnefnd Alþingis hefur sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. Það sé gert á meðan Tryggvi vinnur að gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.

Í tilkynningu á vef Alþingis segir að Kjartan Bjarni sé settur umboðsmaður frá 1. nóvember 2020 til 30. apríl 2021.

„Setningin er gerð samkvæmt heimild í 3. mgr. 14. gr. laga um umboðsmann Alþingis en þar segir að ef kjörnum umboðsmanni eru falin sérstök tímabundin verkefni af hálfu Alþingis geti forsætisnefnd Alþingis, að beiðni kjörins umboðsmanns, samþykkt að setja annan mann til að sinna starfi umboðsmanns samhliða með kjörnum umboðsmanni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×