KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs Anton Ingi Leifsson skrifar 19. október 2020 19:39 Pavel og félagar í Val þurfa að bíða eitthvað lengur með að spila körfubolta á ný. vísir/bára KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Sjá meira
KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. Stjórnin fundaði í dag ásamt mótanefnd og þetta varð niðurstaðan en sóttvarnaraðgerðum yfirvalda hefur verið framlengt til 3. nóvember. Ekki gilda sömu reglur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess en KKÍ á engra kosta völ en að fresta öllu mótahaldi. Í yfirlýsingunni segir einnig að spilað verði allt fram til 23. desember og að öllum líkindum leikið á milli jóla og nýárs í Domino's deildnum. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni: Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér í viðhengi má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni, en von er á sameiginlegum reglum KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til, en íþróttaæfingar falla ekki þar undir. Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga, en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að “return to play“ leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ, en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7.10. til og með 3.11., en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins, en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino‘s deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins, en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Sjá meira