Fótbolti

Davíð Snorri segir það mikla reynslu að hafa fengið að stýra landsliðinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Davíð Snorri Jónasson var á sínum tíma aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.
Davíð Snorri Jónasson var á sínum tíma aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Vísir/Andri Marinó

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fékk óvænt tækifæri til að stýra A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA þegar Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví.

Gaupi ræddi við Davíð Snorra um þetta óvænta tækifæri fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Lengri útgáfu af viðtalinu en var að finna í Sportpakkanum má finna í spilaranum hér að neðan.

Davíð Snorri er einn okkar efnilegasti knattspyrnuþjálfari og segir að það mikla reynslu að hafa fengið að stýra íslenska landsliðinu í fótbolta með Arnari Þór Viðarssyni í leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinnni á dögunum. 

„Þetta eru mjög skrýtnar og athyglisverðar aðstæður. Það var auðvitað frábært fyrir mig persónulega, þó aðstæðurnar hefðu ekki verið þær sem maður vildi, að fá að upplifa þetta og gríðarleg reynsla sem fer í reynslubankann þarna.

Við náðum að halda óbreyttu plani, þjálfararnir funduðu í gegnum Teams og svo fórum við í rauninni í leikinn. Það sem reyndist gott er að það er gríðarleg reynsla í hópnum og þeir vissu alveg út í hvað þeir væru að fara,“ sagði Davíð. 

Klippa: Davíð Snorri [Lengra innslag]

Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 með fréttinni en nú má þar finna lengra innslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×