Fótbolti

Rosengård mis­­­steig sig í topp­bar­áttunni | Stórt tap hjá Djurgården

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla var á sínum stað í vörn Rosengård í dag. Liðið er nú sex stigum á eftir toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar.
Glódís Perla var á sínum stað í vörn Rosengård í dag. Liðið er nú sex stigum á eftir toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar. Getty Images

Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård misstigu sig í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Guðrún Arnardóttir var svo í miðverði Djurgården sem mátti þola 0-3 tap á heimavelli.

Rosengård gerði 1-1 jafntefli við Vittsjö á útivelli. Gestirnir komust reyndar yfir strax á fyrstu mínútu með marki Anna Anvegard og voru þær enn yfir þegar flautað var til hálfleiks. Eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik jafnaði Vittsjö metin og staðan því 1-1.

Reyndust það lokatölur og þurftu liðin að sætta sig við sitt hvort stigið. Eftir jafntefli dagsins er Rosengård nú sex stigum á eftir toppliði Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni. Gautaborg með 47 stig á meðan Rosengard er með 41 stig í öðru sæti.

Þá steinlá Djurgården gegn Linköpings á heimavelli. Lokatölur 0-3 og sigur gestanna aldrei í hættu. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Djurgarden sem er nú í 9. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×