Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 12:31 Rossi á hliðarlínunni gegn Serbíu. Hann telur ungverska liðið á nákvæmlega þeim stað sem það eigi að vera á. Srdjan Stevanovic/Getty Images Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30
Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02
EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24
Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20