Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 12:31 Rossi á hliðarlínunni gegn Serbíu. Hann telur ungverska liðið á nákvæmlega þeim stað sem það eigi að vera á. Srdjan Stevanovic/Getty Images Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30
Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02
EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24
Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20