Youtube tekur þátt í herferð gegn samsæriskenningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 23:40 Myndbandsveitan Youtube hefur lengi legið undir ámæli fyrir að ýta notendum sínum í átt að sífellt öfgakenndara efni og skoðunum. Google ætlar nú að skera upp herör gegn ákveðnum hættulegum samsæriskenningum á miðlinum. AP/Patrick Semansky Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum. Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Öll þessi vinna hefur leikið lykilhlutverk í að takmarka dreifingu skaðlegra samsæriskenninga en það er enn meira sem við getum gert til að taka á ákveðnum samsæriskenningum sem eru otaðar til þess að réttlæta ofbeldi í raunheimum, eins og Qanon,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins í dag. Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna. Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, sem var forveri Qanon-kenningarinnar, sé beint að fólki eða hópum. Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016. Hann var dæmdur í fangelsi árið eftir. Var helsti vettvangurinn fyrir dreifingu kenningarinnar Sophie Bjork-James, mannfræðingur við Vanderbilt-háskóla, sem rannsakar Qanon segir AP-fréttastofunni að Youtube hafi verið hafi verið helsti vettvangurinn þar sem kenningunni var dreift undanfarin þrjú ár. „Án miðilsins væri Q líklega áfram lítt þekkt samsæriskenning. Um árabil gaf Youtube þessum róttæka hópi alþjóðlegan markhóp,“ segir hún. Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna. Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú. Facebook tilkynnti í síðustu viku að miðillinn ætlaði að banna hópa sem styðja Qanon opinskátt. Síður, hópar og Instragram-reikningar yrðu teknir niður ef þeir deildu Qanon-efni, jafnvel þó ekki væri hvatt beinlínis til ofbeldis. Twitter lét til skarar skríða gegn Qanon í sumar og bannaði þúsundir reikninga sem tengdust Qanon og bönnuðu deilingar á vefslóðum. Þá hætti miðillinn að mæla með Qanon tístum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Google Facebook Twitter Tengdar fréttir Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum. Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Öll þessi vinna hefur leikið lykilhlutverk í að takmarka dreifingu skaðlegra samsæriskenninga en það er enn meira sem við getum gert til að taka á ákveðnum samsæriskenningum sem eru otaðar til þess að réttlæta ofbeldi í raunheimum, eins og Qanon,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins í dag. Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna. Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, sem var forveri Qanon-kenningarinnar, sé beint að fólki eða hópum. Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016. Hann var dæmdur í fangelsi árið eftir. Var helsti vettvangurinn fyrir dreifingu kenningarinnar Sophie Bjork-James, mannfræðingur við Vanderbilt-háskóla, sem rannsakar Qanon segir AP-fréttastofunni að Youtube hafi verið hafi verið helsti vettvangurinn þar sem kenningunni var dreift undanfarin þrjú ár. „Án miðilsins væri Q líklega áfram lítt þekkt samsæriskenning. Um árabil gaf Youtube þessum róttæka hópi alþjóðlegan markhóp,“ segir hún. Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna. Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú. Facebook tilkynnti í síðustu viku að miðillinn ætlaði að banna hópa sem styðja Qanon opinskátt. Síður, hópar og Instragram-reikningar yrðu teknir niður ef þeir deildu Qanon-efni, jafnvel þó ekki væri hvatt beinlínis til ofbeldis. Twitter lét til skarar skríða gegn Qanon í sumar og bannaði þúsundir reikninga sem tengdust Qanon og bönnuðu deilingar á vefslóðum. Þá hætti miðillinn að mæla með Qanon tístum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Google Facebook Twitter Tengdar fréttir Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent