Fótbolti

Lukaku fyrirliði Belga á Laugardalsvelli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romelu Lukaku er fyrirliði Belga í kvöld.
Romelu Lukaku er fyrirliði Belga í kvöld. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Byrjunarlið Belga fyrir leik liðsins gegn Íslandi í Þjóðadeildinni er dottið inn. Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, er með fyrirliðabandið í kvöld.

Þjálfari Belgíu, Roberto Martinez, benti Vísi góðfúslega á það í gær að lið Belga væri án fjölmargra lykilmanna. Markvörðurinn Thibaut Courtois er fjarri góðu gamni og Kevin de Bruyne fékk leyfi til að sleppa leik kvöldsins. Þá eru Hazard bræðurnir Eden og Thorgan frá vegna meiðsla líkt og Dries Mertens.

Lið Belga er samt sem áður ógnarsterkt enda ekki að ástæðulausu að liðið er í efsta sæti heimslista FIFA um þessar mundir.

Lukaku er ein og áður sagði fyrirliði. Með honum í byrjunarliðinu eru til að mynda Toby Alderweireld, Youri Tielemans, Axel Witsel, Jérémy Doku og Yannick Carrasco.

Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 og er í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkutíma fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×