Fótbolti

Svekkjandi tap á heima­velli hjá Önnu og Berg­lindi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki á skotskónum í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki á skotskónum í dag. Le Havre

Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir spiluðu allan leikinn er Le Havre tapaði á heimavelli fyrir Stade de Reims í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Anna Björk var á sínum stað í hjarta varnarinnar á meðan Berglind Björg var í fremstu línu. Báðar gengu til liðs við félagið í sumar. Le Havre er nýliði í deildinni og er sem stendur í harðri fallbaráttu. Er liðið í 10. sæti af 12 liðum með fjögur stig þegar fimm umferðum er lokið.

Það er hins vegar enn nægur tími til að snúa blaðinu við.

Hin efnilega Amanda Andradóttir kom inn af varamannabekk Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni er liðið vann AaB 2-0 á heimavelli í dag. Nordsjælland er í 4. sæti af átta liðum með 17 stig þegar tíu umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×