Lakers einum sigri frá fyrsta titlinum í áratug | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 23:16 Rajon Rond og LeBron James eru tveir af reynslumeiri leikmönnum NBA-deildarinnar. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30
LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31
LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02
Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31
Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29
Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum