Lakers einum sigri frá fyrsta titlinum í áratug | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 23:16 Rajon Rond og LeBron James eru tveir af reynslumeiri leikmönnum NBA-deildarinnar. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30
LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31
LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02
Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31
Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29
Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30