Innlent

Vilborg nýr formaður Sjúkratrygginga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilborg var um nokkurra mánaða skeið settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Vilborg var um nokkurra mánaða skeið settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Vilborgu Þ. Hauksdóttur formann Sjúkratrygginga Íslands. Vilborg tekur við af Brynhildi S. Björnsdóttur sem hefur gegnt formennskunni frá árinu 2017. Brynhildi eru á heimasíðu heilbrigðisráðuneytsins þökkuð vel unnin störf á undanförnum árum.

Vilborg Hauksdóttir er lögfræðingur að mennt. Hún gegndi um árabil embætti skrifstofustjóra á skrifstofu almannatrygginga í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og starfaði áður hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þá vann hún um skeið hjá norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn.

Hún gegndi starfi skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu, síðar heilbrigðisráðuneytinu á árunum 2018–2019 og var um nokkurra mánaða skeið settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Stjórn Sjúkratrygginga Íslands er svo skipuð:

Vilborg Þ. Hauksdóttir, lögfræðingur, formaður.

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, mannauðsráðgjafi.

Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur

Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Varamenn:

Vífill Karlsson, hagfræðingur.

Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×