Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:26 Efnavopnastofunin í Haag í Hollandi tók sín eigin sýni úr Navalní og greindi þau. Niðurstaðan var sú sama og Þjóðverjar, Frakkar og Svíar komust að: eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum sem taugeitrinu novichok. Vísir/EPA Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury. Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury.
Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36