Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Atli Freyr Arason skrifar 17. september 2020 18:25 Valur vann góðan útisigur á ÍA í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson (t.h.) hefur verið orðaður við Valsmenn undanfarið. VÍSIR/DANÍEL Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. Gangur leiksins Valur byrjaði leikin töluvert betur en á 4 mínútu leiksins átti Sigurður Egill Lárusson marktilraun eftir vel útfærða sókn hjá Valsmönnum. Sigurður kemur boltanum fram hjá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA en Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Skagamanna bjargar á síðustu stundu og ÍA vinnur boltann aftur en þó ekki lengi þar sem að Árni Snær markvörður þrumar boltanum í bakið á samherja sínum og þaðan dettur hann fyrir Patrick Pedersen og danski markahrókurinn refsar Skagamönnum með því að vippa boltanum yfir Árna Snæ í markinu. Á 22. mínútu tekur Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, markspyrnu og boltinn endar hjá Sigurði Agli með smá viðkomu varnarmanns Skagamanna. Sigurður er þá kominn einn í gegn og á ekki í miklum vandræðum með að klára færið sitt og tvöfalda forystu Vals. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmenn Vals spóluðu sig svo í gegnum vörn heimamanna á 31. mínútu með stórskemmtilegu þríhyrningsspili. Pedersen kemst í einn á einn stöðu á Árna Snæ markvörð og sá danski kemur Val 0-3 yfir. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik sem var algjör eign gestanna. Heimamenn komu töluvert betri út í síðari hálfleikinn og virðist vera sem hálfleiksræða Jóa Kalla hafi skilað einhverju. Fyrsta mark Skagamanna í dag lét þó bíða eftir sér því það kom ekki fyrr en á 72. mínútu þegar Brynjar Snær Pálsson nær að setja stóru tánna í boltann eftir að Valur var í vandræðum með að hreinsa boltann úr sínum eigin vítateig eftir fyrirgjöf af hægri kant Skagamanna. Átta mínútum síðar gerði Gísli Laxdal þennan leik spennandi með því að minnka forystu Vals niður í eitt mark þegar hann klobbar Hannes Þór Halldórsson eftir að hafa fengið langan bolta úr varnarlínu ÍA. Spennustigið var hátt eftir mark Skagamanna og menn létu bæði vel í sér heyra og finna fyrir sér, til að mynda fékk Sindri Snær, varnarmaður ÍA, gult spjald fyrir að mótmæla hornspyrnu dóm sem er ekki eitthvað sem maður sér oft. Þetta háa spennustig hjálpaði svo ekki til á 90 mínútu þegar allt ætlaði um koll að keyra eftir að Rasmus Christiansen virtist handleika knöttinn innan eigin vítateigs en Guðmundur Ársæll dæmir ekki neitt. Skagamenn fá í kjölfarið hornspyrnu og setja marga leikmenn í sóknina í von um að jafna leikinn. Þess í stað unnu Valsmenn boltann og brunuðu af stað í sókn gegn fáliðuðum Skagamönnum og Kaj Leo skorar sigurmarkið þegar hann sparkar boltanum nánast frá miðlínu og yfir Árna Snæ. 2-4 urðu því lokatölur á skaganum í dag. Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals er yfirburða góður þegar hann virkar. Sóknartríóið var í góðum takt við hvorn annan. Hvað gekk illa? Skagamenn voru klaufar. Þeir gáfu þessu stórhættulega Valsliði marktækifæri sem Valur refsaði fyrir. ÍA á þó hrós skilið fyrir karakterinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Á sunnudag er toppslagur á Samsungvellinum þegar Valur heimsækir Stjörnuna. Á sama tíma fá Skagamenn Gróttu í heimsókn í mikilvægum leik á hinum enda töflurnar en Grótta getur minnkað forskot ÍA í einungis 4 stig með sigri á Akranesi. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari. Egill dæmdi ekki leikinn í kvöld.Vísir/Daníel Jóhannes Karl Guðjónsson: Aðstoðardómarinn kallaði víti Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir leik. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svekktur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.vísir/s2s Heimir Guðjónsson: Menn verða að anda aðeins með nefinu Það mátti skiljanlega sjá glytta í smá bros á Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik. „Það er fínt að vinna hérna á erfiðum útivelli. Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, það var bara eitt lið á vellinum þá og við óðum í færum og vorum óheppnir að skora ekki meira. Við gefum skaganum það, þeir gefast aldrei upp. Við vorum kærulausir í seinni hálfleik en náðum sem betur fer að landa þessu,“ sagði Heimir fullur virðingar. Valur er á mikilli siglingu og situr nú á toppnum með 8 stiga forystu á Stjörnuna, en þessi lið spila einmitt innbyrðis á Sunnudag. Heimir segir mótið langt frá því að vera búið. „Það eru fullt af leikjum eftir. Við eigum erfiðan leik næst á móti Stjörnunni. Stjarnan er með frábært lið og við þurfum bara góða endurheimt og vera klárir á sunnudaginn,“ sagði Heimir spenntur fyrir framhaldinu. Skagamenn vildu fá dæmda vítaspyrnu á 90 mínútu, í stöðunni 2-3 en fengu ekki við mikinn ófögnuð heimamanna. Aðspurður út í atvikið sagði Heimir: „Ég sá þetta ekki en menn verða að anda aðeins með nefinu. Ég verð að fá að skoða þetta betur áður en ég tek einhverja ákvörðun.“ Heimir var diplómatískur í svörum sínum er hann var spurður út í stöðuna á Tryggva Hrafni, leikmanni ÍA. „Eins og þú sást í dag þá er Tryggvi leikmaður ÍA,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum. Hannes Þór, markvörður Vals.Mynd/Stöð 2 Sport Hannes Þór Halldórsson: Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í kvöld í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. Gangur leiksins Valur byrjaði leikin töluvert betur en á 4 mínútu leiksins átti Sigurður Egill Lárusson marktilraun eftir vel útfærða sókn hjá Valsmönnum. Sigurður kemur boltanum fram hjá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA en Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Skagamanna bjargar á síðustu stundu og ÍA vinnur boltann aftur en þó ekki lengi þar sem að Árni Snær markvörður þrumar boltanum í bakið á samherja sínum og þaðan dettur hann fyrir Patrick Pedersen og danski markahrókurinn refsar Skagamönnum með því að vippa boltanum yfir Árna Snæ í markinu. Á 22. mínútu tekur Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, markspyrnu og boltinn endar hjá Sigurði Agli með smá viðkomu varnarmanns Skagamanna. Sigurður er þá kominn einn í gegn og á ekki í miklum vandræðum með að klára færið sitt og tvöfalda forystu Vals. Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmenn Vals spóluðu sig svo í gegnum vörn heimamanna á 31. mínútu með stórskemmtilegu þríhyrningsspili. Pedersen kemst í einn á einn stöðu á Árna Snæ markvörð og sá danski kemur Val 0-3 yfir. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik sem var algjör eign gestanna. Heimamenn komu töluvert betri út í síðari hálfleikinn og virðist vera sem hálfleiksræða Jóa Kalla hafi skilað einhverju. Fyrsta mark Skagamanna í dag lét þó bíða eftir sér því það kom ekki fyrr en á 72. mínútu þegar Brynjar Snær Pálsson nær að setja stóru tánna í boltann eftir að Valur var í vandræðum með að hreinsa boltann úr sínum eigin vítateig eftir fyrirgjöf af hægri kant Skagamanna. Átta mínútum síðar gerði Gísli Laxdal þennan leik spennandi með því að minnka forystu Vals niður í eitt mark þegar hann klobbar Hannes Þór Halldórsson eftir að hafa fengið langan bolta úr varnarlínu ÍA. Spennustigið var hátt eftir mark Skagamanna og menn létu bæði vel í sér heyra og finna fyrir sér, til að mynda fékk Sindri Snær, varnarmaður ÍA, gult spjald fyrir að mótmæla hornspyrnu dóm sem er ekki eitthvað sem maður sér oft. Þetta háa spennustig hjálpaði svo ekki til á 90 mínútu þegar allt ætlaði um koll að keyra eftir að Rasmus Christiansen virtist handleika knöttinn innan eigin vítateigs en Guðmundur Ársæll dæmir ekki neitt. Skagamenn fá í kjölfarið hornspyrnu og setja marga leikmenn í sóknina í von um að jafna leikinn. Þess í stað unnu Valsmenn boltann og brunuðu af stað í sókn gegn fáliðuðum Skagamönnum og Kaj Leo skorar sigurmarkið þegar hann sparkar boltanum nánast frá miðlínu og yfir Árna Snæ. 2-4 urðu því lokatölur á skaganum í dag. Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals er yfirburða góður þegar hann virkar. Sóknartríóið var í góðum takt við hvorn annan. Hvað gekk illa? Skagamenn voru klaufar. Þeir gáfu þessu stórhættulega Valsliði marktækifæri sem Valur refsaði fyrir. ÍA á þó hrós skilið fyrir karakterinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Á sunnudag er toppslagur á Samsungvellinum þegar Valur heimsækir Stjörnuna. Á sama tíma fá Skagamenn Gróttu í heimsókn í mikilvægum leik á hinum enda töflurnar en Grótta getur minnkað forskot ÍA í einungis 4 stig með sigri á Akranesi. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari. Egill dæmdi ekki leikinn í kvöld.Vísir/Daníel Jóhannes Karl Guðjónsson: Aðstoðardómarinn kallaði víti Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir leik. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svekktur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.vísir/s2s Heimir Guðjónsson: Menn verða að anda aðeins með nefinu Það mátti skiljanlega sjá glytta í smá bros á Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, í viðtali eftir leik. „Það er fínt að vinna hérna á erfiðum útivelli. Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, það var bara eitt lið á vellinum þá og við óðum í færum og vorum óheppnir að skora ekki meira. Við gefum skaganum það, þeir gefast aldrei upp. Við vorum kærulausir í seinni hálfleik en náðum sem betur fer að landa þessu,“ sagði Heimir fullur virðingar. Valur er á mikilli siglingu og situr nú á toppnum með 8 stiga forystu á Stjörnuna, en þessi lið spila einmitt innbyrðis á Sunnudag. Heimir segir mótið langt frá því að vera búið. „Það eru fullt af leikjum eftir. Við eigum erfiðan leik næst á móti Stjörnunni. Stjarnan er með frábært lið og við þurfum bara góða endurheimt og vera klárir á sunnudaginn,“ sagði Heimir spenntur fyrir framhaldinu. Skagamenn vildu fá dæmda vítaspyrnu á 90 mínútu, í stöðunni 2-3 en fengu ekki við mikinn ófögnuð heimamanna. Aðspurður út í atvikið sagði Heimir: „Ég sá þetta ekki en menn verða að anda aðeins með nefinu. Ég verð að fá að skoða þetta betur áður en ég tek einhverja ákvörðun.“ Heimir var diplómatískur í svörum sínum er hann var spurður út í stöðuna á Tryggva Hrafni, leikmanni ÍA. „Eins og þú sást í dag þá er Tryggvi leikmaður ÍA,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum. Hannes Þór, markvörður Vals.Mynd/Stöð 2 Sport Hannes Þór Halldórsson: Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í kvöld í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Tengdar fréttir Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10
Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45