Íslenski boltinn

ÍA með góðan sigur í fallbaráttunni | Haukar halda í vonina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍA vann góðan sigur á Húsavík í kvöld.
ÍA vann góðan sigur á Húsavík í kvöld. Vísir/ÍA

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. ÍA vann 2-1 sigur á Völsungi á meðan Haukar unnu Aftureldingu.

ÍA vann góðan 2-1 sigur á Húsavík og tókst þar með koma sér enn lengra frá Fjölni sem situr í fallsæti líkt og Völsunsstúlkur sem eru svo gott sem fallnar. Unnur Ýr Haraldsdóttir og Dagný Halldórsdóttir skoruðu mörk ÍA á meðan Guðrún Þóra Geirsdóttir skoraði mark ÍA.

Haukar unnu góðan 3-1 sigur á Aftureldingu og er sem stendur aðeins fjórum stigum á eftir Keflavík í baráttunni um sæti í Pepsi Max deildina að ári. Tindastóll er svo gott sem komið upp en Stólarnir sitja á toppi deildarinnar með átta stiga forystu á Hauka sem eru í 3. sæti.

Afturelding er í 5. sæti með 18 stig.

Markaskorarar fengnir af Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×