Fótbolti

Tíu ára barátta Brian Laudrup endaði á jákvæðan hátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bræðurnir Michael Laudrup og Brian Laudrup eru tveir af fremstu knattspyrnumönnum Dana frá upphafi.
Bræðurnir Michael Laudrup og Brian Laudrup eru tveir af fremstu knattspyrnumönnum Dana frá upphafi. Getty/Barry Brecheisen

Brian Laudrup, Evrópumeistari með danska fótboltalandsliðinu fyrir 28 árum síðar, fékk frábærar fréttir á dögunum.

Brian Laudrup sem er orðinn 51 árs gamall, hefur verið að glíma við krabbamein í heilan áratug. Hann tilkynnti það 7. september 2010 að hann hefði greinst.

Nú hefur kappinn fengið þær gleðifréttir að hann sé alveg laus við krabbameinið en þetta kom fram í nýjustu skoðun. Brian Laudrup greindist með krabbamein í eitlum fyrir þessum tíu árum síðan.

„Í dag eftir tíu ár af meðferð og skoðunum þá fékk ég loksins grænt ljós á það að ég væri laus við eitlakrabbameinið,“ skrifaði Brian Laudrup á Instagram.

„Miklar þakkir til þessa yndislega og stórkostlega starfsfólks á Rigshospitalet,“ skrifaði Brian Laudrup.

Brian Laudrup spilaði meðal annars með Bayern München, AC Milan, Rangers og Chelsea á sínum ferli og endaði hann með Ajax tímabilið 1999 til 2000.

Brian Laudrup skoraði 21 mark í 82 landsleikjum fyrir Danmörku á árunum 1987 til 1998. Hann var frábær með Evrópumeistaraliði Dana á EM 1992 en hann kom sterkur inn þegar eldri og frægari bróðir hans, Michael Laudrup, gaf ekki kost á sér.

Laudrup náði því líka að verða danskur meistari með Bröndby, ítalskur meistari með AC Milan og skoskur meistari með Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×