Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:54 Alexei Navalny. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Áður höfðu sérfræðingar hers Þýskalands komist að sömu niðurstöðu og hafa sýni verið færð vísindamönnum Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) til rannsóknar. Þjóðverjar ítreka ákall sitt eftir útskýringum frá Moskvu. Þar á bæ hafa menn þó ítrekað þvertekið fyrir að hafa eitrað fyrir stjórnarandstæðingnum og hefur talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, haldið því fram að málið sé tilbúningur til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Þeir segjast engar sannanir hafa séð. Eitrað var fyrir Navalny í Rússlandi í síðasta mánuði og féll hann í dá. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. Þjóðverja grunar að einn útsendara FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem elt hafa Navalny, eða annar útsendari leyniþjónusta Rússlands, hafi sett eitrið í eða á tebolla Navalny, en ummerki eitursins fundust bæði á höndum hans og bollanum. Navalny er vaknaður úr dái. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að eina mögulega atburðarásin sé að ákvörðun hafi verið tekin í Kreml að kominn væri tími til að þagga í Navalny, sem hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Samkvæmt frétt Zeit hefur lögreglan í Síberíu leitast eftir því að ræða við Navalny og aðstandendur hans vegna málsins. Rannsóknarlögreglumenn er sagðir muna ferðast til Þýskalands til að ræða við Navalny, þegar og ef það verður hægt. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Áður höfðu sérfræðingar hers Þýskalands komist að sömu niðurstöðu og hafa sýni verið færð vísindamönnum Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) til rannsóknar. Þjóðverjar ítreka ákall sitt eftir útskýringum frá Moskvu. Þar á bæ hafa menn þó ítrekað þvertekið fyrir að hafa eitrað fyrir stjórnarandstæðingnum og hefur talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, haldið því fram að málið sé tilbúningur til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Þeir segjast engar sannanir hafa séð. Eitrað var fyrir Navalny í Rússlandi í síðasta mánuði og féll hann í dá. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. Þjóðverja grunar að einn útsendara FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem elt hafa Navalny, eða annar útsendari leyniþjónusta Rússlands, hafi sett eitrið í eða á tebolla Navalny, en ummerki eitursins fundust bæði á höndum hans og bollanum. Navalny er vaknaður úr dái. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að eina mögulega atburðarásin sé að ákvörðun hafi verið tekin í Kreml að kominn væri tími til að þagga í Navalny, sem hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Samkvæmt frétt Zeit hefur lögreglan í Síberíu leitast eftir því að ræða við Navalny og aðstandendur hans vegna málsins. Rannsóknarlögreglumenn er sagðir muna ferðast til Þýskalands til að ræða við Navalny, þegar og ef það verður hægt.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05
Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28