Fótbolti

Ansu Fati yngsti marka­skorari í sögu Spánar | Öll úr­slit kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ansu Fati skoraði þriðja mark Spánar í dag. Með því varð hann yngsti markaskorari í sögu Spánar.
Ansu Fati skoraði þriðja mark Spánar í dag. Með því varð hann yngsti markaskorari í sögu Spánar. Manuel Queimadelos/Getty Images

Hinn 17 ára gamli Ansu Fati, leikmaður Barcelona, varð yngsti markaskorari í sögu Spánar er liðið vann 4-0 sigur á Úkraínu í Þjóðadeildinni. Þýskaland náði aðeins jafntefli gegn nágrönnum sínum í Sviss.

Í riðli fjögur í A-deild voru tveir leikir í kvöld. Spánn valtaði yfir Úkraínu með fjórum mörkum gegn engu. Miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði fyrstu tvö mörkin á 3. og 29. mínútu. Aðeins þremur mínútum eftir annað mark Ramos og Spánar varð Ansu Fati yngsti markaskorari í sögu þjóðarinnar.

Hann er nú bæði yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir Barcelona sem og spænska landsliðið.

Það var svo Ferran Torres – einn af nýju leikmönnum Manchester City – sem gulltryggði sigurinn með marki undir lok leiks. Lokatölur 4-0 og Spánverjar á toppi riðilsins með fjögur stig.

Í hinum leik riðilsins gerðu Sviss og Þýskaland 1-1 jafntefli. Ilkay Gundogan kom Þjóðverjum yfir í fyrri hálfleik en Silvan Widmer jafnaði metin þegar tæpur klukkutími var liðinn. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1. Annað jafntefli Þýskalands í jafn mörgum leikjum.

Önnur úrslit

Serbía 0-0 Tyrkland

Kósovó 1-2 Grikkland

Malta 1-1 Lettland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×