Fótbolti

Ræddi ís­lenska liðið, leikinn í Nice á­samt ást sinni á land og þjóð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Henry Winter í viðtalinu við Rikka.
Henry Winter í viðtalinu við Rikka. Mynd/Stöð 2 Sport

Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, var í viðtali við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni. Leikurinn hófst klukkan 16:00 á Laugardalsvelli. Í viðtalinu fór Winter yfir víðan völl en hann hefur fylgst með enska landsliðinu undanfarin ár.

Við sýndum brot úr viðtalinu fyrr í dag þar sem Winter hrósaði Íslendingum fyrir að vera vel menntuð og ástríðuful þjóð. Það segir hann að sjáist vel á íslenska landsliðinu í fótbolta. Hér að neðan má sjá viðtal Rikka við Winter í heild sinni en ræddu þeir saman í dágóða stund.

Winter kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum, fór í sóttkví í kjölfarið en hefur nýtt tímann vel. Til að mynda kíkti hann á Gullfoss og Geysi í morgun til að hita upp fyrir leik dagsins.

Klippa: Viðtal við Henry í heild sinni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×