Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:13 Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp. Vísir/EPA Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56