Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:13 Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp. Vísir/EPA Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56