Enski boltinn

Ha­vertz orðinn leik­maður Chelsea | Dýrasti leik­maður Chelsea frá upp­hafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Havertz er mættur til Lundúna.
Havertz er mættur til Lundúna. Vísir/Chelsea

Loksins, loksins er þýska ungstirnið Kai Havertz orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Gæti kaupverð hans farið upp í 90 milljónir punda þegar fram líða stundir.

Enska féalgið greindi frá þessu á vefsíðu sinni sem og samfélagsmiðlum í kvöld.

Chelsea borgar þýska félaginu Bayer Leverkusen 72 milljónir punda fyrir þennan 21 árs gamla leikmann. Þá eru 18 milljónir til viðbótar tengdar árangri Havertz í Lundúnum. Því gæti kaupverðið náð 90 milljónum punda ef allt gengur upp.

Þýðir það að Havertz er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Skrifaði hann undir fimm ára samning við félagið nú í kvöld.

Chelsea hefur verið orðað við leikmanninn frá upphafi sumars og legið fyrir í töluverðan tíma að hann myndi spila á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, á komandi leiktíð.


Tengdar fréttir

Chelsea við það að setja met á Englandi

Á meðan flest íþróttafélög í heiminum þurfa að halda að sér höndum og reyna spara pening á einn eða annan hátt þá er enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn.

Chelsea kaupir Chilwell

Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×