Innlent

Mál lektorsins komið til héraðs­sak­sóknara

Sylvía Hall skrifar
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara í vetur.
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara í vetur. vísir

Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands er komið til héraðssaksóknara til meðferðar að lokinni rannsókn lögreglu. Héraðssaksóknari tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.

Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu.

Kristján Gunnar var handtekinn á heimili sínu aðfararnótt aðfangadags á síðasta ári en síðar sleppt. Hann var svo aftur handtekinn á jólanótt grunaður um frelsissviptingu, líkamsárás og kynferðisbrot gegn þremur konum.

Fjögurra daga gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari rann út þann 29. desember í fyrra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en þeirri kröfu var hafnað í héraði og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×