Enski boltinn

Ljungberg farinn frá Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Takk og bless, Ljungberg er farinn frá Arsenal.
Takk og bless, Ljungberg er farinn frá Arsenal. vísir/getty

Arsenal-goðsögnin Freddie Ljungberg hefur sagt starfi sínu lausu. Svínn hefur hefur verið aðstoðarmaður Mikel Arteta síðan sá spænski tók við sem aðalþjálfari Lundúnaliðsins á síðustu leiktíð.

Enska úrvalsdeildarfélagið greindi frá þessu á vefmiðlum sínum í dag.

Ljungberg vill vera aðalþjálfari en hann stjórnaði Arsenal tímabundið eftir að Unai Emery var rekinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið tók Arteta við og Ljungberg gerðist aðstoðarmaður hans.

Ljungberg hefur verið með annan fótinn hjá Arsenal - sem leikmaður eða þjálfari - frá árinu 1998 og þakkar félaginu fyrir öll þau tækifæri sem það hefur gefið honum.

Þó óskar hann þeim góðs gengis á komandi tímabili en hann telur að nú sé rétti tíminn fyrir sig sjálfan til að leita á önnur mið og reyna fá starf sem aðalþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×