„Stíflan mun drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 09:26 Bóndinn Makhluf Abu Kassem situr með öðrum bændum úr Öðru þorpi. Þeir sitja í skugga dauðs pálmatrés en nokkur ár eru síðan allt landið var í rækt. AP/Nariman El-Mofty Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði. Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði.
Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira