Fótbolti

Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það verður tómlegt um að litast á San Siro á fimmtudagskvöldið þegar Inter tekur á móti Ludogorets í Evrópudeildinni.
Það verður tómlegt um að litast á San Siro á fimmtudagskvöldið þegar Inter tekur á móti Ludogorets í Evrópudeildinni. vísir/getty

Næstu tveir leikir Inter fara fram fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar COVID-19. Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið.

Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á daglegt líf á Ítalíu, m.a. á íþróttaviðburði.

Sjö hafa látist af völdum veirunnar og um 50.000 manns hafa verið settir í farbann í bæjum og borgum þar sem veiran hefur greinst.

Toppslagur Juventus og Inter á sunnudaginn fer fram fyrir luktum dyrum vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Juventus er á toppi deildarinnar með 60 stig, sex stigum á undan Inter sem er í 3. sætinu. Inter á leik til góða á Juventus en leik liðsins við Sampdoria um helgina var frestað.

Seinni leikur Inter og Ludogorets frá Búlgaríu í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn fer einnig fram fyrir luktum dyrum.

Það verður því ansi tómlegt um litast á hinum sögufræga San Siro sem tekur 80.000 manns í sæti.

Inter er í góðri stöðu eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum í Búlgaríu. Christian Eriksen og Romelu Lukaku skoruðu mörk ítalska liðsins.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur áhrif á fótboltaleiki á Ítalíu

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×