Fótbolti

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Már í leik gegn Manchester United fyrr á leiktíðinni.
Rúnar Már í leik gegn Manchester United fyrr á leiktíðinni.

Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku 1-1 jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Rúnar Már var á sínum stað á miðju Astana er liðið vann 1-0 sigur á Kaisar Kyzylorda. Pieros Sotiriou skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. Var þetta síðasti leikur liðanna áður en deildarkeppnin hefst þar í landi um næstu helgi.

Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í þriggja manna varnarlínu CSKA Moskvu er liðið mætti Ural Yekaterinburg. Þá var Arnór Sigurðsson í fremstu víglínu. Báðir léku allan leikinn en Mario Fernandes jafnaði metin fyrir CSKA þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-1 leik sem Íslendingaliðið ætlaði sér að vinna.

CSKA komst upp í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, 10 stigum á eftir Zenit St. Pétursborg sem er á toppnum með 45 stig. Þá geta Rostov, Lokomotiv Moskva og Krasnodar öll farið yfir CSKA takist þeim að vinna leikinn sem þau eiga til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×