Innlent

Þrjú snjó­flóð féllu á veginn milli Súða­víkur og Ísa­fjarðar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ófært eða þungfært er í Ísafjarðardjúpi verið að hreinsa. Búið er að opna Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda og veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Hálka er á Hálfdán, Mikladal og á Kleifarheiði.
Ófært eða þungfært er í Ísafjarðardjúpi verið að hreinsa. Búið er að opna Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda og veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Hálka er á Hálfdán, Mikladal og á Kleifarheiði.

Þrjú snjóflóð féllu á veginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar frá því honum var lokað vegna snjóflóðahættu í gærmorgun.

Nú er búið að opna veginn á ný en hann er einbreiður að hluta vegna snjóflóðanna þriggja. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að hreinsun og breikkun vegarins.

Að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum eru vegfarendur beðnir um að gæta vel að og sýna starfsmönnum Vegagerðarinnar tillitssemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×