Liverpool með meira forskot en öll topplið hinna toppdeildanna til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 15:45 Liverpool menn hafa unnið alla deildarleiki sína undanfarna hundrað daga. Það er nóg af stjörnuframmistöðum hjá liðinu eins og hjá þeim Sadio Mane, Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker, Virgil van Dijk, Roberto Firmino og Georginio Wijnaldum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni í meira en hundrað daga eða síðan 20. október. Á þessum 102 dögum frá 1-1 jafnteflinu á móti Manchester United á Old Trafford hefur Liverpool unnið fimmtán deildarleiki í röð og aukið forskot sitt úr sex stigum í nítján stig. Það er athyglisvert að skoða yfirburði Liverpool miðað við stöðu toppliðanna í hinum stórum deildum evrópska fótboltans, nefnilega deildunum á Spáni, á Ítalíu, í Frakklandi og í Þýskalandi. Liverpool's lead in the Premier League (19 points) is greater than the lead in the other four top European leagues combined (17 points). pic.twitter.com/XcoAwUaY38— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Minnstur er munurinn í Þýskalandi því þar hefur RB Leipzig eins stigs forskot á Bayern München og Borussia Mönchengladbach er síðan tveimur stigum á eftir toppliðinu. Leipzig liðið hefur tapað þremur leikjum og misst af stigum í sjö leikjum. Real Madrid er með þriggja stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni en Sevilla er síðan átta stigum á eftir toppliðinu í þriðja sætinu. Real Madrid hefur aðeins tapað einum leik en er búið að gera sjö jafntefli. Juventus er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Internazionale er næst og það eru síðan tvö stig niður í Lazio sem á leik inni á efstu tvö liðin. Juventus hefur tapað tveimur leikjum og misst af stigum í fimm leikjum. Paris Saint Germain er með tíu stiga forystu á Olympique de Marseille í frönsku deildinni en vanalega eru úrslitin í Frakklandi ráðin löngu áður en í öðrum deildum. Nú er hins vegar meiri spenna þar en í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Toppliðin í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi eru samtals með sautján stiga forystu en Liverpool er eitt með nítján stiga forystu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Liverpool liðið hefur ekki tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni í meira en hundrað daga eða síðan 20. október. Á þessum 102 dögum frá 1-1 jafnteflinu á móti Manchester United á Old Trafford hefur Liverpool unnið fimmtán deildarleiki í röð og aukið forskot sitt úr sex stigum í nítján stig. Það er athyglisvert að skoða yfirburði Liverpool miðað við stöðu toppliðanna í hinum stórum deildum evrópska fótboltans, nefnilega deildunum á Spáni, á Ítalíu, í Frakklandi og í Þýskalandi. Liverpool's lead in the Premier League (19 points) is greater than the lead in the other four top European leagues combined (17 points). pic.twitter.com/XcoAwUaY38— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Minnstur er munurinn í Þýskalandi því þar hefur RB Leipzig eins stigs forskot á Bayern München og Borussia Mönchengladbach er síðan tveimur stigum á eftir toppliðinu. Leipzig liðið hefur tapað þremur leikjum og misst af stigum í sjö leikjum. Real Madrid er með þriggja stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni en Sevilla er síðan átta stigum á eftir toppliðinu í þriðja sætinu. Real Madrid hefur aðeins tapað einum leik en er búið að gera sjö jafntefli. Juventus er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Internazionale er næst og það eru síðan tvö stig niður í Lazio sem á leik inni á efstu tvö liðin. Juventus hefur tapað tveimur leikjum og misst af stigum í fimm leikjum. Paris Saint Germain er með tíu stiga forystu á Olympique de Marseille í frönsku deildinni en vanalega eru úrslitin í Frakklandi ráðin löngu áður en í öðrum deildum. Nú er hins vegar meiri spenna þar en í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Toppliðin í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi eru samtals með sautján stiga forystu en Liverpool er eitt með nítján stiga forystu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira