Innlent

Tíu mánaða fangelsi fyrir innflutning á 450 grömmum af kókaíni innvortis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlinn og konan voru tekin við komuna til landsins með sama flugi þann 30. nóvember. Ekki virðist hafa verið um samverknað að ræða en þau voru ákærð hvort í sínu lagi.
Karlinn og konan voru tekin við komuna til landsins með sama flugi þann 30. nóvember. Ekki virðist hafa verið um samverknað að ræða en þau voru ákærð hvort í sínu lagi. Vísir/Vilhelm

Ítölsk kona og karlmaður frá Portúgal voru dæmd í átta mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir innflutning á kókaíni. Voru þau handtekinn eftir komu til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 30. nóvember síðastliðinn með flugi frá Madríd á Spáni.

Konan var tekin með tæp 350 grömm af kókaíni af rúmlega 50 prósent styrkleika í níu hylkjum innvortis. Karlmaðurinn var með tæp 500 grömm í 49 hylkjum innvortis.

Þau játuðu bæði brot sín en dómari mat augljóst að hvorugt þeirra hefði verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi að öðru leyti en að samþykkja að flytja þau til landsins.

Á hinn bóginn sé ekki hægt að horfa fram hjá því að um töluvert magn af kókaíni var að ræða sem ætlað var til söludreifingar hér á landi.

Var karlmaðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi og konan í átta mánaða fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald frá 1. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×