Innlent

Kyrr­staða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosninga­bar­áttan fram­undan

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Kyrrstaða í stórum vegaframkvæmdum, úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og innanlandspólitíkin er meðal þess sem er til umfjöllunar hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10 og er hægt að fylgjast með honum í spilaranum fyrir neðan.  

Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. og formaður Mannvirkis, félags verktaka innan Samtaka iðnaðarins ætlar að ræða stöðuna í stórum vegaframkvæmdum sem hafa valdið verktökum miklum vonbrigðum á síðustu árum.

Þá munu Bryndís Ísfold og Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur fara yfir úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, ástæður og afleiðingar.

Næst koma frambjóðendurnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Björn Leví Gunnarsson úr Pírötum og Ragnar Þór Ingólfsson úr Flokki fólksins til að ræða pólitíkina og kosningabaráttuna framundan.

Að lokum mun Valur Gunnarsson rithöfundur ræða nýja bók sína um Berlín og fleiri skyld efni, en í gær voru 35 ár liðin frá hruni Berlínarmúrsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×