Innlent

Úr­bætur í kjöl­far slyss á Breiða­merkur­jökli og vikulöng þrek­raun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að úr því verði bætt. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og skýrari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Viðgerðir á lestarteinum við spænsku borgina Valencia hófst í dag. Teinarnir skemmdust mikið í mannskæðum flóðum sem riðu yfir svæðið fyrir tíu dögum. Níutíu og þriggja er enn saknað og stendur leit enn yfir. 

Við ræðum við aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra.

Við heimsækjum líkamsræktarkappa, sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera algjört aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Píeta samtökin.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×