Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2020 11:40 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vísir/Hanna Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu. Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira