Viðskiptavinir munu kaupa sömu skóna aftur og aftur Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2020 10:00 Um allan heim vinna fyrirtæki nú að lausnum til að draga úr mengun og sóun. Vísir/Getty Við tölum mikið um flug og flugviskubit og mikilvægi orkuskipta í samgöngum. Minna er rætt um að fataiðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi. Á Íslandi kaupir hver einstaklingur um 17 kíló af flíkum og fylgihlutum á ári. Þá hefur fatasóun verið að aukast síðustu ár meðal annars í kjölfar aukinnar netverslunar erlendis frá. Umhverfisspor fatnaðs og fylgihluta þarf að skoða frá upphafi framleiðslu til þess þegar flíkinni er hent eða hún tekin úr notkun. Til dæmis er bómull notaður í framleiðslu næstum helmingi allra flíka sem framleiddar eru. Þótt vissulega séu margir framleiðendur farnir að leggja áherslu á lífrænt vottaðan bómul, er bómullarframleiðsla enn að mestu leyti óbreytt og uppfull af eiturefnum og öðrum mengandi þáttum. Þá kaupir fólk mikið af fatnaði sem endist stutt sem elur enn á neysluna. Oftar en ekki endar það sem við kaupum sem landfylling eða í brennslu. Adidas Futurecraft Loop er dæmi um þróunarverkefni þar sem markmiðið er að framleiða endurnýjanlega hlaupaskó.Adidas En þótt mörgum finnist lítið vera að breytast, er margt í gangi alls staðar í heiminum. Nýsköpun tekur hins vegar tíma. Þetta þýðir að fyrirtæki um allan heim eru að vinna að verkefnum sem ekki verða sýnileg fyrr en eftir nokkur misseri. Dæmi um slíkt verkefni er þróunarverkefni sem framleiðandinn Adidas fór af stað með árið 2019. Þá kynntu þeir til sögunnar Adidas Futurecraft Loop, sem eru endurnýjanlegir hlaupaskór. Hugmynd Adidas er sú að þegar fólk hættir að nota skóparið, skilar það skónum aftur til Adidas sem síðan hannar og býr til úr parinu alveg nýja skó. Skórnir eru þó ekki væntanlegir í verslanir alveg strax því ekki er gert ráð fyrir að endanleg útgáfa verði tilbúin fyrr en vorið 2021. Í frétt Adidas um skóna segir að margt spili inn í þá tímaáætlun. Verkefnið sem slíkt sé flókið þróunarverkefni. Þá eigi fyrirtækið eftir að skoða það með viðskiptavinum, hvort og þá hvernig hægt verður að fá neytendur til kaupa sömu skóna aftur og aftur. Gera má ráð fyrir að þetta dæmi sé bara eitt af fjölmörgum sambærilegum þróunarverkefnum hjá þekktum framleiðendum sem og öðrum. Fyrir eyland eins og Ísland má síðan velta fyrir sér ýmum öðrum praktískum atriðum. Munu neytendur hér fá að skila skónum aftur í þá verslun þaðan sem skórnir voru keyptir eða verður hugmyndin sú að skónum skuli skilað til umboðsaðila? Enn önnur útfærsla gæti verið að ný íslensk fyrirtæki verði til, sem þjónusta munu marga framleiðendur með því að taka við vörum og koma þeim aftur til framleiðenda erlendis. Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Við tölum mikið um flug og flugviskubit og mikilvægi orkuskipta í samgöngum. Minna er rætt um að fataiðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heimi. Á Íslandi kaupir hver einstaklingur um 17 kíló af flíkum og fylgihlutum á ári. Þá hefur fatasóun verið að aukast síðustu ár meðal annars í kjölfar aukinnar netverslunar erlendis frá. Umhverfisspor fatnaðs og fylgihluta þarf að skoða frá upphafi framleiðslu til þess þegar flíkinni er hent eða hún tekin úr notkun. Til dæmis er bómull notaður í framleiðslu næstum helmingi allra flíka sem framleiddar eru. Þótt vissulega séu margir framleiðendur farnir að leggja áherslu á lífrænt vottaðan bómul, er bómullarframleiðsla enn að mestu leyti óbreytt og uppfull af eiturefnum og öðrum mengandi þáttum. Þá kaupir fólk mikið af fatnaði sem endist stutt sem elur enn á neysluna. Oftar en ekki endar það sem við kaupum sem landfylling eða í brennslu. Adidas Futurecraft Loop er dæmi um þróunarverkefni þar sem markmiðið er að framleiða endurnýjanlega hlaupaskó.Adidas En þótt mörgum finnist lítið vera að breytast, er margt í gangi alls staðar í heiminum. Nýsköpun tekur hins vegar tíma. Þetta þýðir að fyrirtæki um allan heim eru að vinna að verkefnum sem ekki verða sýnileg fyrr en eftir nokkur misseri. Dæmi um slíkt verkefni er þróunarverkefni sem framleiðandinn Adidas fór af stað með árið 2019. Þá kynntu þeir til sögunnar Adidas Futurecraft Loop, sem eru endurnýjanlegir hlaupaskór. Hugmynd Adidas er sú að þegar fólk hættir að nota skóparið, skilar það skónum aftur til Adidas sem síðan hannar og býr til úr parinu alveg nýja skó. Skórnir eru þó ekki væntanlegir í verslanir alveg strax því ekki er gert ráð fyrir að endanleg útgáfa verði tilbúin fyrr en vorið 2021. Í frétt Adidas um skóna segir að margt spili inn í þá tímaáætlun. Verkefnið sem slíkt sé flókið þróunarverkefni. Þá eigi fyrirtækið eftir að skoða það með viðskiptavinum, hvort og þá hvernig hægt verður að fá neytendur til kaupa sömu skóna aftur og aftur. Gera má ráð fyrir að þetta dæmi sé bara eitt af fjölmörgum sambærilegum þróunarverkefnum hjá þekktum framleiðendum sem og öðrum. Fyrir eyland eins og Ísland má síðan velta fyrir sér ýmum öðrum praktískum atriðum. Munu neytendur hér fá að skila skónum aftur í þá verslun þaðan sem skórnir voru keyptir eða verður hugmyndin sú að skónum skuli skilað til umboðsaðila? Enn önnur útfærsla gæti verið að ný íslensk fyrirtæki verði til, sem þjónusta munu marga framleiðendur með því að taka við vörum og koma þeim aftur til framleiðenda erlendis.
Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00