Fyrsti ráðherra Skotlands brjáluð út í leikmenn Aberdeen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 14:45 Nicola Sturgeon húðskammaði leikmenn Aberdeen fyrir gáleysi og dómgreindarbrest. getty/Andrew Milligan Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins. Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er reið út í leikmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Búið er að fresta leik Aberdeen og St Johnstone sem átti að fara fram á morgun eftir að tveir leikmenn Aberdeen greindust með kórónuveiruna. Sex aðrir leikmenn liðsins eru í sóttkví. Eftir leik gegn Rangers á laugardaginn fóru nokkrir leikmenn Aberdeen á barinn. Talið er að þeir hafi smitast þar en smitum í Aberdeen hefur fjölgað mikið að undanförnu. Sturgeon er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt leikmenn Aberdeen fyrir dómgreindarleysi. „Við gerum þær kröfur á almenning að hegða sér með ábyrgum hætti. Þegar fótboltamenn greinast með Covid, og ekki vegna óheppni heldur vegna brots á reglum, getum við ekki tekið minnstu áhættu að smitin dreifi sér í aðra hluta landsins,“ sagði Sturgeon. „Ég er frekar brjáluð út af þessu því þetta hefði ekki átt að gerast. Ef reglum er ekki fylgt er fjandinn laus.“ Úr leik Aberdeen og Rangers í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.getty/Craig Williamson Fyrst í stað var búist við því að leikur Aberdeen og St Johnstone myndi fara fram en honum var frestað að ósk skosku ríkisstjórnarinnar eftir fund íþrótta- og lýðheilsuráðherra Skotlands, Joe Fitzpatrick, skoska knattspyrnusambandsins og skosku deildarinnar. Aberdeen á að mæta Hamilton Academical á miðvikudaginn í næstu viku og Celtic á sunnudeginum þar á eftir. Ekki liggur fyrir hvort Aberdeen fái einhvers konar refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna liðsins.
Fótbolti Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira