Mikilvægi Grétars Rafns hjá Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 22:00 Grétar Rafn er mikils metinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Vísir/The Athletic Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson starfar nú hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Þar er hann í miklum metum en hann spilar stóra rullu í leikmannastefnu félagsins. Patrick Boyland hjá vefmiðlinum The Athletic fór yfir leikmannamál Everton og hvernig þau ganga fyrir sig. Í grein sem nálgast BA-ritgerð á lengd [greinin er vel yfir þrjú þúsund orð] er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson nefndur á nafn en hann vinnur náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton. Grétar Rafn er í raun hægri hönd Brands og þar með að vissu leyti yfir leikmannamálum félagsins. Brands – verandi yfirmaður knattspyrnumála – hefur þó alltaf lokatkvæðið. Grétar fær upplýsingar frá njósnurum félagsins. Vinnur úr þeim upplýsingum ásamt þeirri tölfræði sem félagið hefur um hvern og einn leikmann. Þegar hann hefur svo sett þessi gögn saman þá fer hann með þau til Brands, ef leikmaðurinn er nægilega góður þar að segja. Grétar Rafn lék á sínum tíma sem atvinnumaður með Young Boys [Sviss], AZ Alkmaar [Holland], Bolton Wanderers [England] og Kayserispor [Tyrkland]. Þá á hann að baki 46 A-landsleiki.Laurence Griffiths/Getty Images Hinn 38 ára gamli Grétar hefur ekki verið lengi í starfi en hann var ráðinn til Everton í desember árið 2018. Það var aðeins fimm árum eftir að hann lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun skráði Grétar sig í nám. Hann sérhæfði sig í stjórnun knattspyrnuliða ásamt því að vera menntaður í þróttasálfræði. Árið 2015 fékk hann svo starf hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town. Þar var hann yfirmaður knattspyrnumála. Sá hann alfarið um leikmannakaup liðsins þangað til Joey Barton - sá mikli vandræðagemsi - var gerður að þjálfara liðsins. Barton vildi sjálfur fá að sjá um leikmannamál og því minnkaði vægi Grétars hjá félaginu. Hann var síðan ráðinn til Everton sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu. Skömmu síðar fékk hann stöðuhækkun og er í dag yfir leikmannamálum liðsins. Brands – sem fékk Grétar á sínum til AZ Alkmaar – ber honum vel söguna. „Hann er eins og bolabítur. Ef hann sér eitthvað og vill það þá fer hann á eftir því, sem er smá eins og það sem ég geri,“ segir Brands í viðtali við staðarblaðið Liverpool Echo skömmu eftir komu Grétars til Everton. „Ég vill hafa fólk í kringum sem telur að ekkert sé ómögulegt. Ég vill hafa samstarfsmenn sem trúa að allt sé hægt. Við munum ekki alltaf ná árangri en ef þú reynir ekki þá er öruggt að þú nærð aldrei árangri. Grétar er þannig starfsmaður, hann er liðsmaður og vill vinna fyrir annað fólk, hann er ekki með stórt egó,“ sagði Brands við The Athletic. Brands er enn að reyna finna lausnir á öllum þeim slæmu ákvörðunum sem félagið tók áður en hann tók við starfi sínu. Everton hefur losað sig við leikmenn á borð við Oumar Niasse og Morcan Schneiderlin fyrir aðeins brot af því sem þeir voru keyptir fyrir. Erfiðara verður fyrir Brands – og Everton – að losa leikmenn á borð við Sandro Ramirez, Cenk Tosun og Yannick Bolasie. Everton hefur verið mjög virkt á leikmannamarkaðnum síðan Brands tók við stöðu sinni hjá félaginu.Athletic/Vísir Það er því ljóst að Grétar þarf að sýna hvað í sér býr fari svo að Everton nái að selja áðurnefnda leikmenn en leikmannavelta félagsins hefur verið gríðarleg undanfarin misseri. Brands og Grétar vilja koma meira jafnvægi á hana og gera liðið stöðugra á leikmannamarkaðnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira