Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 23:00 Henderson hefur verið frábær í marki Sheffield United undanfarin tvö ár. Hann er mögulega á leið til Chelsea eða Tottenham. Peter Powell/Getty Images Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira