Klopp rifjaði upp fyrstu kynni sín af Ferguson: „Eins og að hitta páfann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 14:32 Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að bæði Englands- og Evrópumeisturum. getty/Paul Ellis Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, rifjaði upp fyrstu kynni sín af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra Manchester United, eftir að hann var valinn stjóri ársins af þjálfarasamtökunum á Englandi. Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ferguson og það var Skotinn sem tilkynnti að Klopp fengi verðlaunin í ár. Þar sagði hann m.a. að Klopp hefði hringt í sig um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væri Englandsmeistari. Ferguson sagðist ekki erfa það við Klopp. Í þakkarræðu sinni minntist Klopp sinna fyrstu kynna af Ferguson og sagði að það hefði verið eins og að hitta sjálfan páfann. „Ég veit að það er ekki viðeigandi fyrir stjóra Liverpool að segja þetta en ég dáist að honum. Hann var fyrsti breski stjórinn sem ég hitti og við fengum okkur morgunmat saman,“ sagði Klopp. „Það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann man eftir því. En ég mun alltaf gera það því þetta var eins og að hitta páfann fyrir mig. Það var algjörlega frábært og við náðum strax saman. Þá gat ég ekki ímyndað mér að í framtíðinni myndi ég halda á þessum verðlaunum sem eru kennd við hann.“ Klippa: Klopp rifjar upp fyrstu kynnin af Ferguson Undir stjórn Klopps varð Liverpool Englandsmeistari eftir 30 ára bið. Liðið fékk 99 stig og var átján stigum á undan liðinu í 2. sæti, Manchester City. Í fyrra gerði Klopp Liverpool að Evrópumeisturum. Liðið hefur einnig unnið Ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða undir stjórn þess þýska. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Jürgen Klopp vakti Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara Manchester United, til að segja honum að Liverpool hafi unnið deildina. 28. júlí 2020 08:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, rifjaði upp fyrstu kynni sín af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra Manchester United, eftir að hann var valinn stjóri ársins af þjálfarasamtökunum á Englandi. Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Ferguson og það var Skotinn sem tilkynnti að Klopp fengi verðlaunin í ár. Þar sagði hann m.a. að Klopp hefði hringt í sig um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væri Englandsmeistari. Ferguson sagðist ekki erfa það við Klopp. Í þakkarræðu sinni minntist Klopp sinna fyrstu kynna af Ferguson og sagði að það hefði verið eins og að hitta sjálfan páfann. „Ég veit að það er ekki viðeigandi fyrir stjóra Liverpool að segja þetta en ég dáist að honum. Hann var fyrsti breski stjórinn sem ég hitti og við fengum okkur morgunmat saman,“ sagði Klopp. „Það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann man eftir því. En ég mun alltaf gera það því þetta var eins og að hitta páfann fyrir mig. Það var algjörlega frábært og við náðum strax saman. Þá gat ég ekki ímyndað mér að í framtíðinni myndi ég halda á þessum verðlaunum sem eru kennd við hann.“ Klippa: Klopp rifjar upp fyrstu kynnin af Ferguson Undir stjórn Klopps varð Liverpool Englandsmeistari eftir 30 ára bið. Liðið fékk 99 stig og var átján stigum á undan liðinu í 2. sæti, Manchester City. Í fyrra gerði Klopp Liverpool að Evrópumeisturum. Liðið hefur einnig unnið Ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða undir stjórn þess þýska.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Jürgen Klopp vakti Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara Manchester United, til að segja honum að Liverpool hafi unnið deildina. 28. júlí 2020 08:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04
Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Jürgen Klopp vakti Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara Manchester United, til að segja honum að Liverpool hafi unnið deildina. 28. júlí 2020 08:00