Hraðakstur Íslendinga stóraukist frá sama tímabili í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:18 Þung umferð hefur verið um umdæmið í vikunni og hafa hátt í hundrað verið kærðir fyrir hraðakstur síðastliðna viku. Vísir/Hugrún Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að sögn lögreglunnar voru 75 prósent þeirra íslenskir ríkisborgarar og segir lögreglan að „ekkert þýði að bera fyrir sig að erlendu ferðamennirnir séu til vandræða.“ Frá sama tíma í fyrra hafi svipaður fjöldi ökumanna verið kærður fyrir of hraðan akstur og þá hafi aðeins fjórðungur verið með íslenskt ríkisfang. „Ljóst er að við getum gert betur,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu. Tveir þeirra 97 ökumanna sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur voru mældir á 140 km/klst hraða eða meira á vegi með 90 km/klst hámarkshraða. Þá voru tveir ökumannanna ungir og fengu með brotunum punkta í ökuferlisskrá sem kom þeim í eða yfir fjóra punkta. Ökumennirnir ungu voru því settir í akstursbann og fá ekki að setjast aftur undir stýri fyrr en þeir hafa lokið námskeiði fyrir þá sem sæta akstursbanni. Þá voru þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Töluverður erill var á tjaldsvæðum á suðurlandi og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af ungmennum á tjaldsvæði við Laugarvatn um liðna helgi. Þá þurfti lögregla að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn. Einhverjir gestir höfðu „sinnt fótboltaæfingum inni á milli tjalda í óþökk annarra tjaldbúa.“ Rúða var brotin í kennslustofu við Norðurhóla á Selfossi í liðinni viku og rúða hafði einnig verið brotin í Fjölheimum á Selfossi. Bæði málin eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um málin beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá voru rúður brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn á sunnudagsmorguninn. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og yfirheyrður um málsatvik en gat litlar skýringar gefið. Lögreglumál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að sögn lögreglunnar voru 75 prósent þeirra íslenskir ríkisborgarar og segir lögreglan að „ekkert þýði að bera fyrir sig að erlendu ferðamennirnir séu til vandræða.“ Frá sama tíma í fyrra hafi svipaður fjöldi ökumanna verið kærður fyrir of hraðan akstur og þá hafi aðeins fjórðungur verið með íslenskt ríkisfang. „Ljóst er að við getum gert betur,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu. Tveir þeirra 97 ökumanna sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur voru mældir á 140 km/klst hraða eða meira á vegi með 90 km/klst hámarkshraða. Þá voru tveir ökumannanna ungir og fengu með brotunum punkta í ökuferlisskrá sem kom þeim í eða yfir fjóra punkta. Ökumennirnir ungu voru því settir í akstursbann og fá ekki að setjast aftur undir stýri fyrr en þeir hafa lokið námskeiði fyrir þá sem sæta akstursbanni. Þá voru þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Töluverður erill var á tjaldsvæðum á suðurlandi og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af ungmennum á tjaldsvæði við Laugarvatn um liðna helgi. Þá þurfti lögregla að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn. Einhverjir gestir höfðu „sinnt fótboltaæfingum inni á milli tjalda í óþökk annarra tjaldbúa.“ Rúða var brotin í kennslustofu við Norðurhóla á Selfossi í liðinni viku og rúða hafði einnig verið brotin í Fjölheimum á Selfossi. Bæði málin eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um málin beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá voru rúður brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn á sunnudagsmorguninn. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og yfirheyrður um málsatvik en gat litlar skýringar gefið.
Lögreglumál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira