Fótbolti

Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Muriel hleður í það sem reyndist sigurmark leiksins.
Muriel hleður í það sem reyndist sigurmark leiksins. EPA-EFE/PAOLO MAGNI

Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar.

Atalanta hafa verið eitt skemmtilegasta lið Evrópu það sem af er tímabili en þeir áttu í stökustu vandræðum með samherja Andra Fannars Baldurssonar í Bologna í kvöld. 

Siniša Mihajlović - þjálfari Bologna -hefur notað Andra Fannar töluvert í undanförnum leikjum þó hann sé alltaf á bekknum þegar leikirnir byrja. Í kvöld ákvað Mihajlović að geyma hinn efnilega Andra Fannar allan tímann á bekknum og leikurinn tapaðist með einu marki.

Markið gerði varamaðurinn Luis Muriel á 62. mínútu en hann kom inn af bekknum í hálfleik. Hann virðist hafa fengið högg á höfuðið í leiknum og skartaði því þessu fallega hárneti er hann skoraði sigurmark leiksins eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Atalanta er nú með 74 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Juventus trónir á toppnum með 80 stig og leik til góða á Atalanta. Það stefnir því allt í enn einn meistaratitil Juventus. Bologna er á sama tíma í 10. sæti með 43 stig.


Tengdar fréttir

Lærir mikið af suður-amerísku kempunum

Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×