Tvær líkamsárásir gegn ungmennum í nótt Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 06:46 Lögregla rannsakar nú málin. Vísir/vilhelm Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Þar hafði verið ráðist að ungum stúlkum en meintir árásaraðilar, tveir drengir og ein stúlka, höfðu yfirgefið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem kemur fram að málið sé í rannsókn. Forráðamenn barnanna og Barnavernd hafa fengið tilkynningu um atvikið. Rétt fyrir klukkan hálf fjögur var svo tilkynnt um líkamsárás í Árbæ þar sem hafði verið ráðist á ungmenni. Árásaraðili hafði yfirgefið vettvang þar en málið hefur verið tilkynnt og er í rannsókn. Önnur líkamsárás varð í miðbænum rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar ráðist var á mann með eggvopni á Ingólfstorgi. Maðurinn hlaut áverka á hálsi og var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Skurðurinn var grunnur og því ekki talin þörf á aðgerð. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi þar sem maður hafði ráðist á konu og ógnað henni með eggvopni. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Klukkan hálf sex var svo tilkynnt um mann sem var að stela úr bílum í hverfi 108. Hann sagðist hafa farið í margar bifreiðar í hverfinu og tekið þaðan muni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Fjórir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af manni í Breiðholti sem grunaður er um akstur áhrifum fíkniefna, en sá var með bifhjól á röngum skráningarmerkjum og er grunaður um nytjastuld og akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Þar hafði verið ráðist að ungum stúlkum en meintir árásaraðilar, tveir drengir og ein stúlka, höfðu yfirgefið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem kemur fram að málið sé í rannsókn. Forráðamenn barnanna og Barnavernd hafa fengið tilkynningu um atvikið. Rétt fyrir klukkan hálf fjögur var svo tilkynnt um líkamsárás í Árbæ þar sem hafði verið ráðist á ungmenni. Árásaraðili hafði yfirgefið vettvang þar en málið hefur verið tilkynnt og er í rannsókn. Önnur líkamsárás varð í miðbænum rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar ráðist var á mann með eggvopni á Ingólfstorgi. Maðurinn hlaut áverka á hálsi og var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Skurðurinn var grunnur og því ekki talin þörf á aðgerð. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi þar sem maður hafði ráðist á konu og ógnað henni með eggvopni. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Klukkan hálf sex var svo tilkynnt um mann sem var að stela úr bílum í hverfi 108. Hann sagðist hafa farið í margar bifreiðar í hverfinu og tekið þaðan muni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Fjórir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af manni í Breiðholti sem grunaður er um akstur áhrifum fíkniefna, en sá var með bifhjól á röngum skráningarmerkjum og er grunaður um nytjastuld og akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira