Enski boltinn

Vonir Leicester á Meistaradeildarsæti fara dvínandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr öskunni í eldinn. Staðan fór úr 1-1 í 2-1 fyrir Bournemouth og Leicester varð manni færri á aðeins nokkrum sekúndum.
Úr öskunni í eldinn. Staðan fór úr 1-1 í 2-1 fyrir Bournemouth og Leicester varð manni færri á aðeins nokkrum sekúndum. EPA-EFE/Glyn Kirk

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var leikur Bournemouth og Leicester en liðin eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar. Fyrir leik var reiknað með sigri Leicester en annað kom á daginn. Heimamenn unnu 4-1 sigur.

Það fáum á óvart þegar Jamie Vardy kom gestunum yfir á 23. mínútu leiksins. Varnarleikur heimamanna var galinn og Vardy gat ekki annað en skorað.

Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og þannig var hún allt fram á 65. mínútu þegar leikurinn umturnaðist. Þá fékk Bournemouth víti eftir að Kasper Schmeichel skaut í bakið á varnarmanni sínum sem braut síðan á leikmanni Bournemouth.

Junior Stanislas fór á punktinn og jafnaði metin. Aðeins mínútu síðar hafði Dominic Solanke komið heimamönnum yfir og í kjölfarið fékk Caglar Soyuncu - miðvörður Leicester - beint rautt spjald fyrir átök inn í markinu eftir að boltinn fór í netið. 

Til að kóróna hörmungar leik gestanna skoraði Jonny Evans sjálfsmark á 83. mínútu og Solanke bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Bournemouth áður en leiknum lauk.

Leicester mistókst þar með að komast upp fyrir Chelsea sem situr í þriðja sæti deildarinnar og ef Manchester United vinnur Southampton annað kvöld er þriðja sætið þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×