Fótbolti

Evrópumeistararnir staðfesta komu Söru Bjarkar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Í dag var koma Söru Bjarkar til Lyon endanlega staðfest.
Í dag var koma Söru Bjarkar til Lyon endanlega staðfest. Vísir/Lyon

Evrópumeistarar Lyon birtu í dag myndir á samfélagsmiðlum sem staðfesta komu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur - landsliðsfyrirliða Íslands - til liðsins.

Félagaskiptin voru gerð opinber fyrr í þessum mánuði eftir háværa orðróma undanfarna mánuði. Nú loks hefur Lyon birt myndir á samfélagsmiðlum sínum sem sína Söru Björk skrifa undir samninginn sem gildir út leiktíðina 2022.

Hin 29 ára gamla Sara Björk er nú komin í stærsta og án alls vafa besta félagslið í heimi. Lyon hefur unnið frönsku úrvalsdeildina 14 ár í röð og unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár.

Sjá einnig: Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“


Tengdar fréttir

Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“

„Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“

„Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×